Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 11
Hlín
9
Stöndum fast saman um Samband okkar og sameig-
inleg áhugamál, norðlenskar konur, og komið aílar,
fjelagskonur, inn í systrahringinn.
Jeg óska svo S. N. K. allra heilla og blessunar í fram-
tíðinni og óska að það beri gæfu til að sameina enn
betur hugi og hendur norðlenskra kvenna, að jafnan
megi aukast samúð og kynning þeirra á milli og að
þær hjálpi hver annari að greiða úr og leysa vanda-
málin, sem steðja að úr öllum áttum.
Halldóra Bjamadóttir.
Starfsskýrsla S. N. K.
25 ÁRA YFIRLIT.
Ritað af formanni S. N. K., Guðnýju Björnsdóttur, Ak.
Stofnun S. N. K. og fjelagsdeildir. — Vorið 1914, 17.
júní, hófst á Akureyri kvennafundur, sem Halldóra
Bjarnadóttir, skólastýra Barnaskólans á staðnum, hafði
boðað til. Fund þennan sóttu áhugasamar konur úr
Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og af Akureyri.
— Stóð fundurinn til 23. s. m. og voru á honum rædd
ýms almenn mál, er konur varða sjerstaklega. — Á
þessum fundi var Samband norðlenskra kvenna stofnað
að tilhlutun Halldóru Bjarnadóttur. Tók hún þá þegar
við formensku þess og hafði á hendi fyrstu 10 árin, eða
þar til hún flutti úr fjórðungnum, en altaf hefur hún
unnið Sambandinu hvert það gagn, sem hún hefur
mátt, og er nú heiðursfjelagi þess.
Samband norðlenskra kvenna hefur nú runnið sitt
fyrsta fjórðungsaldar skeið, það er elst og stærst allra
fjórðungs kvenfjelaga sambanda hjer á landi, — Það var