Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 8
6
Hlín
sem innilykur öll kvenfjelagasamböndin m. m., hefur
sömuleiðis tekið þau upp.
Þess var vænst og þess óskað, að kvenfjelögin víðs-
vegar um Norðurland tækju smá saman stefnuskrár-
mál S. N. K. upp á sína stefnuskrá, og það hafa þau
gert flest.
Norðlenskar konur tóku þessu nýja Sambandi vel, og
það hefur alla jafna notið vinsælda almennings og
skilnings. — Karlmennirnir hafa líka verið því mjög
vinveittir. — Mjer eru í minni ummæli mikils metins
ritstjóra hjer á Norðurlandi, er hann ljet falla, þegar
Sambandið var í undirbúningi, hann sagði að sjer lík-
aði vel að konurnar tækju einmitt þau mál, sem sjer-
staklega vörðuðu heimilin, upp á sína stefnuskrá. —
Það sýndi sig líka, að jafnskjótt og Sambandið sótti
um styrk úr Ríkissjóði, þá var hann veittur.
Arsritið „Hlín“, sem stofnað var á fyrstu árum Sam-
bandsins (1917), hefur rætt mál S. N. K. frá byrjun
og skýrt þau fyrir konunum. Ritið var stofnað að und-
irlagi og ósk Sambandsins, en án styrks frá því, það
hafði engan styrk fram að leggja. — „Hlín“ var fram-
anaf mest keypt hjer norðanlands, en er nú, þar sem
sambönd eru stofnuð í öllum landsfjórðungum með
sama markmiði, ætluð öllum landsins konum, enda er
útbreiðsla ritsins nú nokkurnveginn jöfn um land alt.
Jeg hef ferðast mikið til og frá um Norðurland þenn-
an aldarfjórðung, síðan S. N. K. var stofnað, haft fundi
með konum og reynt að skýra fyrir þeim samvinnu-
hugsjónina og stofnað með þeim fjelög og fjelagasam-
bönd.
Samvinna innan S. N. K. hefur jafnan verið hin
besta. — Okkur var þegar frá byrjun ljóst, að það
mundi hentugast að taka ekki á stefnuskrána þau mál,
sem maður ætti á hættu að yrðu ágreiningsmál, hita-
og tilfinningamál. Af þeim ástæðum voru ekki stjórn-