Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 51
húsmóðir og móðir, ráðskona og jafnvel sem vinnu-
kona. — Það hvílir mikill vandi á herðum þeirrar konu,
sem á að stjórna heimili, sjá fyrir hag margra manna,
annast um ýmiskonar hoilustuhætti, mataræði, klæðn-
að, hreinlæti, nýtni, því ekki má eyða of miklu, heldur
spara fyrir heimilið, án nísku. Meira að segja, það
verður að hugsa um að spara og nýta fyrir þjóðarbúið.
Hvar hafa þær lært, hinar ágætu húsfreyjur þessa
lands, eldri og yngri, sem aldrei hafa í skóla gengið og
formæður vorar, nema hjá mæðrum sínum og góðum
húsmæðrum. — Þúsund ára reynsla við íslenska stað-
hætti kendi þeim, mann fram af manni, hvernig best
og 'haganlegast er að starfa í þessu landi, og hvað við
á á hverjum stað og tíma. — Þær hafa lært af reynslu,
hugsað sitt mál og þroskast af því, svo smá saman
hefur skapast hið ágæta, íslenska heimili með menn-
ingarbrag og mentandi áhrifum á alla, sem þar hafa
verið, eldri og yngri. Það er þetta brjóstvit, sem hefur
reynst okkar þjóð svo drjúgt í baráttunni fyrir tilver-
unni á liðnum öldum.
Það er viðurkent af öllum, að íslenskar húsmæður
geri góðan og hollan mat úr innlendum matarefnum.
Kunnátta og þekking í þeim efnum hefur gengið mann
frá manni. Og nú komast vísindin að sömu niðurstöðu,
sem reynsla aldanna hefur sýht að væri holl og góð. —
Skólarnir byggja á reynslu heimilanna. Þeir bestu
þeirra líkjast sem mest góðu heimili, lengra verður
ekki komist. — Sú mentiun, sem þeir veita, er líka að
mestu leyti veitt með vinnubrögðum.
Þið sjáið því, góðu stúlkur, að sú mentun, sem þið
fáið heima til undirbúnings skólaverunni og fyrir lífið,
er ekki lítils verð. — Þess betur sem þið stundið nám-
ið heima, því betri skólanemendur verðið þið, og því
meira og betra gagn hafið þið af skólaverunni.
AUir skólarnir kvarta sáran yfir því, að nemcndum
4