Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 77
Hlín
75
svo sem vefjartvist, hör o. fl. efni til að vefa og prjóna
úr má ek'ki vanta. Efnið í þær vörur, sem áður voru
nefndar, sem sjálfsagðar framleiðsluvörur í söluiðnað,
er aðeins lítill hluti af verði þeirra. Vinnan er meiri
hlutinn, og hana getum við lagt til.
Að öllu athuguðu sýnist mega vel við una um fram-
farir ullariðnaðarins á íslandi, hann smáfærist í lag.
Fleiri og fleiri rjetta honum hjálparhönd, og óhætt
mun mega fullyrða, að hann á drjúg ítök í hugum
landsmanna, verður því alt hægara um vik, þegar um
fjárframlög er að ræða og annan stuðning. Hefir það
löngum sýnt sig, að þing og stjórn er þessum málum
hlynt. Það sjest ljósast á framlögum til verkfærakaupa
til almennings, þar sem lagt var til þeirra hluta árið
1937 kr. 15345.65. — Hið sama sjest í þeim stuðningi,
sem skólarnir fá til allskonar handavinnufræðslu. —
Slíkt hið sama mundi og sýna sig, ef eftir væri leitað
alvarlega um stuðning til Heimilisiðnaðarsambandsins,
því nú þarf sjerstaklega ríflegan styrk, er heimilisiðn-
aðarfjelögunum fjölgar í landinu, sem þurfa að sjá um
framleiðslu á ýmsum söluvarningi, sjerstaklega á sölu-
framleiðslu vefnaðar á heimilunum.
Það hefur sýnt sig ótvírætt, að kaupmenn og kaup-
fjelög vilja fúslega kaupa þá vöru, sem framleidd er á
heimilunum í heildsölu. Reynslan mun sýna og sanna
að það verður umstangsminst og ódýrast að versla
þannig, þegar öllu er á botninn hvolft.
Halldóra Bjarnadóttir