Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 128
126
Hlín
manndygða verði viðbjargað af lítilli mús, eins og frá
segir í æfintýrinu athyglisverða og gullfagra/ — Hver
veit? Þorbjörn Bjömsson.
Ferskeytlan.
í tilefni þess, að við íslendingar höfum nýlega með
fjölbreyttum hátíðahöldum helgað einn dag bræðrum
vorum og systrum vestan hafs, þá virðist ekki úr vegi,
að „Hlín“ og önnur íslensk rit veittu lesendum sínum
þá ánægju að lofa þeim að sjá örlítið sýnishorn af and-
legri starfsemi þessara landa okkar. — Fjölmargir
þeirra hafa hlotið í vöggugjöf ættargrip íslensku þjóð-
arinnar, ljóðahörpuna, lýsigullið góða, sem borið hefur
birtu inn í margskonar rökkurstundir liðinna alda. —
Öll þekkjum við nöfn þeirra ljóðasmiða vestan hafs,
sem haslað hafa sjer völl meðal snillinganna, en hver,
sem vængi hefir, hann fljúgi. Og þytur hinna smærri
vængja lætur oft vel í eyrum, þótt þeir komist ekki í
hæð við konunga loftsins. — Lítil ferskeytla hefur oft
að geyma sígild gullkorn, sem eiga svo auðvelt með að
taka sjer rúm í hugum einstaklinga og varðveitast þar,
einmitt fyrir þá sök, hve umgerðin er lítil og auðveld
til meðferðar. — í vísum vestur-íslensku hagyrðing-
anna kveða oft við mjúksárir tónar, seiddir fram af sí-
vakinni heimþrá og ættjarðarást, sem fjarlægðin hefir
gert dýpri og þróttmeiri. — Mjer kemur í hug þessi
fallega staka, sem eitt sinn var verðlaunuð samkeppn-
isvísa þar vestra:
»Feðraslóðir fór að sjá,
færðist blóð í kinnar.