Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 124
122
Hlín
vestanvert, og eru fjöllin allhá og teygir norðari armur
fjallsrótanna sig til afrjettar og heiðarlanda. í gegnum
Geitaskarðstún, endalangt og rjett við íbúðarhúshlið-
ina, liggur sexstrengjaður landssími.
Það var mjög síðla dags, að áliðnu sumri, nokkrum
nóttum fyrir rjettir. Kyrlátt kvöldhúmið seig að, enn
mátti þó heita að fulllýsi væri. Mjer varð' gengið frá
húsdyrum, án ákvörðunar til verks. Önnur litla stúlk-
an mín, Hildur að nafni, gekk við hlið mína — mjer
varð litið norður til Langadalsfjalla, því jeg þóttist
heyra súgandi hvin úr norðausturátt — og fyrir augum
varð óvenju stór lóuhópur, í bogamyndaðri sveiflu
steypti hann sjer vestur af brún fjallanna og í þús-
undamergð stefndi hann niður til dalbotnsins. Eftir
augnablik hafði ofurfjöld hinna glöðu, söngreifu heið-
lóa í grunnleysi sínu og gáska, ekkert vitandi um
hættu eða hindranir dalbygðanna — komandi beint
frá hreiðurstöðvum heiðalandanna, steypt sjer í kröpp-
um sveig niður til túnvallarins, þvert yfir símalínuna
með mörgu strengjunum. Nú kvað við hátt í vírnum.
Litlu gulu unglóurnar, aðeins nokkurra vikna gamlar,
sneiddar allri lífsreynslu og hættugrun, höfðu ekki
veitt þráðunum mjóu athygli, og nú hlutu margar
þeirra að hafa beðið lamanir eða líftjón.
Litla stúlkan, sem stóð við hlið mjer, hljóðaði upp:
„Ó, pabbi! nú hefur víst farið illa fyrir blessuðum ló-
unum, sumar líklega dáið við þennan voða árekstur.
Komdu pabbi, við skulum vita hvort við getum ekkert
hjálpað þeim“. — Við gengum í áttina til vígvallarins,
til slysastöðvanna, og hvílíkur fjöldi af dauðum lóu-
kroppum, margar lemstraðar, sumar vænglausar, á
öðrum var hamur og hold flegið af bringunni. — Litla
stúlkan stansaði ráðþrota, hrygð og sársauki skein úr
svip hennar. — Jeg hjelt áfram með símalínunni túnið
á enda og stytti þeim lóunum aldur, sem verst voru