Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 104
102
Hlín
þekkja af sögn eða reynd. — „Öllum hafís kaldari er
hjartans ís, sem heltekur skyldunnar þor“. — Mikið
líður þeim líka sjálfum illa, sem vekja og viðhalda
andlegum kulda í huga sínum og húsum, þó þar sjeu
mörg þægindi og nægur hiti fyrir líkamann. — En hin-
um, sem lífga og glæða alt gott og fagurt með hjartayl
sínum líður vel, þó vetrarkuldinn þrengi að högum
þeirra á einhvern hátt.
Óskandi væri, að sjerhver íslensk kona fyndi hjá
sjer helga þrá til þess að sýna í verki, að hún vill úti-
loka kuldann úr huga sínum og hjarta, svo allir sem
kynnast henni vermist við geisla kærlikans, er hlúir að
öllu göfugu í mannssálinni. — Ef svo yrði, þá ætti
þjóðin okkar dáðríka og bjarta tíma fyrir höndum.
Austfirsk kona.
0ræfasveit.
Ekki þarf að lýsa landfræðilegri legu þessarar sveit-
ar eða hvemig henni er fyrirkomið á kortinu: Umgirt
hafnlausu hafi á eina hlið, Öræfajökli á aðra, en að
austan og vestan af söndunum miklu: Skeiðarár- og
Breiðamerkursandi. — En um ásigkomulagið hið innra,
eða öllu heldur þjóðarhætti og afkomu innbúanna er
e. t. v. að sumu leyti ekki öllum jafnkunnugt. En ein-
mitt þetta gæti þó gefið tilefni til ýmislegra athugana.
Náttúran, sem þar mætti nefna aðalhúsbónda á
heimilinu, eða a. m. k. mjög mikils ráðandi, er að vísu
allhörð, vinnuhörð er hún og heimtar stöðugt notaðan
tíma — jafnt og þjett, — en síður með stór-áhlaupum.
Geldur lágt kaup og lofar litlu, en efnir þó alt að von-
um, ef skipunum hennar og bendingum er hlýtt nokk-
urnveginn takmarkalaust, og veitir engar undanþágur,
hvað sem í boði er og hver sem í hlut á. — Hún svelt-