Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 61
Hlín
59
fegri getur ávalt vaxið á meiði kristinnar kirkju, ef
við viljum. — Skálholt ætti aftur að verða dýrðlegur
staður, endurreistur með fagurri Vídalínskirkju. —
Máske býr hún þar enn, mentagyðjan, meðal land-
vætta og ljósálfa, og bíður eftir að setjast aftur í önd-
vegi. — Þjóðin hefur vel efni á að reisa guðshús, er
samboðin sjeu menningarþjóð, og viðhalda kristindómi
í landinu, en hún hefur ekki efni á að láta það ógert
eða vanrækja það.
Þjóðin vill vera sjálfstæð og sterk, og hún á að vera
það, en þá má hún heldur ekki byggja hús sitt á sandi,
með því að vera kærulaus um þau bestu andans verð-
mæti, sem hún hefur eignast.
Konur! Tökum við kristindóminum. Hindrum hann
ekki í að vinna ætlunarverk sitt hjer á jörð með deyfð
og tómlæti. — Konur og kvenfjelög! Gangið til sam- ,
vinnu við prestana. Styðjið þá í safnaðarstarfinu. —
Látið ykkur ant um kirkjurnar, að fegra þær og prýða.
^ — Sækið sóknarkirkjuna og fáið heimilisfólkið til að
gera slíkt hið sama. — Takið upp heimilisguðræknina
eins og áður tíðkaðist.
Munið, að auk þess sem kristindómurinn er frelsandi
trú, þá er hann líka æðsta menningarmálið.
Lifið í guðsfriði! Kona.
Bernsku- og manndómsár.
Við vitum það öll, sem komin eru til vits og ára
hversu ósjálfbjarga við vorum, þegar forsjóninni þókn-
aðist að varpa okkur inn í þennan stundarheim. — Þá
eru það all oftast ljósmóðurhendur, sem eiga fyrstu
handtökin að barninu, en þegar frá líður mun það
vanalegast vera þannig, að móðirin sjálf, þó veik-
burða sje, reyni að taka þessa litlu lífveru sína til um-
önnunar, því víða geta þau orð átt sjer stað, er svona