Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 23
Hlín
21
Minningarorð
um Gautlandaheimilið 1848-99.
Eftir
Guðbjörgu sál. Stefánsdóttur í Garði í Mývatnssveit.
Það hefur vakið eftirtekt mína, þegar jeg hef lesið
æfisögur merkra manna, að þess er oft getið, að þessir
merkismenn hafi átt göfugar mæður eða eiginkonur. —
Hafi þeir sjálfir ritað æfiþáttinn minnast þeir þeirra
með hlýjum þakkarorðum. — Fátt er jafn snildarfag-
urt í íslenskum bókmentum, eða sýnir meiri sonarást,
en kvæðið: „Móðir mín“, eftir síra Matthías Jochums-
son, og Benedikt Gröndal segir m. a.: „Mjer kendi móð-
ir, mitt að geyma hjarta trútt, þó heimur brygðist“.
Þrátt fyrir þessi dæmi er það sjaldan rakið til rótar,
hve íslenskar konur hafa átt mikinn og góðan þátt í að
varðveita fagra siði og dýrmætar þjóðarvenjur, og ver-
ið sinni samtíð til fyrirmyndar á ýmsa vegu.
Ein slík kona var Sólveig Jónsdóttir, húsfreyja á
Gautlöndum á tímabilinu frá 1848—1899. — Á þeim ár-
um voru margar ágætar húsfreyjur henni samtíða í
Mývatnssveit, jeg geymi í huga mínum margar frásagn-
ir um dáðir þeirra og skörungsskap, en þó er jeg þess
fullviss, að þær hinar sömu, og að sjálfsögðu hinar
minni máttar, töldu Sólveigu tígulegasta og best kjörna
til virðingarstöðu og vinsælda, er hún naut alla æfi,
því svipur hennar, hið leiftrandi augnaráð og aðkvæða-
leg persóna hennar gleymist aldrei þeim, sem sáu
hana á mannamótum. — Þó var nærri enn áhrifarík-
ara að sjá Sólveigu heima að bústörfum ganga á milli
búrs og eldhúss, leiðbeina og segja fyrir verkum, og
þess á milli útdeila og skifta mat á diska og í skálar
heimafólki og gestum, sem á svo stóru og mannmörgu