Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 62
60
Hlín
hljóða: „Undan mjúkri móðurhönd meinin þungu
víkja“.
Eftir að hvert barn fer að vitkast og ef því koma
engir hnekkir, má nokkuð sjá hvernig gáfnafar þess
ætlar að verða, en ljósast kemur skilningur og skap-
lyndi fram, þegar til lærdóms kemur. En það sýnist
nú oft svo, sem gáfurnar vísi í margar áttir, og því
ekki gott að dæma rjett um þær, vita hver best er viti
borinn, og má heimfæra það bæði á börn og fullorðna.
Jeg ætlaði hjer í fáum dráttum að minnast á börn
og unglinga fram á þroskaárin.
Miklu varðar það fyrir hvert barn út af hverju for-
eldri það er komið og í hvaða umhverfi það elst upp.
— Jeg á hjer ekki við ríkidæmi, heldur það, hve mikið
sálargöfgi foreldrum þeirra er gefið, og hversu góð
fyrirmynd þau eru börnum sínum í guðrækni og góðri
lífsbreytni. Það er sagt, að lengi búi að fyrstu gerð, og
gefur það að skilja, á meðan barnssálin er bljúgust, þá
mótast hún mest af áhrifum þeirra, sem barnið vex
upp með. — Þó mun það sjerstaklega taka sjer til fyr-
irmyndar orð og verk foreldra • sinna, hvort sem góð
eða vond kallast. — Mikið eiga þeir menn Guði sínum
að þakka, sem hlotið hafa þá dýrmætu vöggugjöf að
eiga vel kristna foreldra og alast upp á þeirra kær-
leiksríka heimili, undir ástríkri móðurhendi, sem alt
hið besta framleggur til að búa það undir lífsbarátt-
una. — En þessi unaðsríku æskuár hverfa skjótt út í
tímans stóra haf, aðeins hin sæla endurminning varir,
því orðtak eitt segir: „Aldrei bregst þó alt um þrotni
endurminning þess er var“. — Svo breytist veður í
lofti, og einn góðan veðurdag grípur eitthvert atvik
inn í líf æskumannsins. — Það er kallað á það. — Og
til hvers? — Til að yfirgefa þennan æskuára Edengarð
sinn og koma út í víðan heim og stóran, til að vinna
eitthvað landi og þjóð til þarfa. Til að ganga á hólm