Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 9
Hlín
7
mál, bindindismál nje trúmál tekin á dagskrá S. N. K.,
en að ýmsu, sem undir þessi mál má heimfæra, hefur
þó verið unnið í fjelagsdeildunum.
Að öllu athuguðu virðist það samt sem áður hafa ver-
ið rjett að sniðganga þessi mál sem stefnuskrármál
Sambandsins. Það er hætt við að þau hefðu orðið til
þess að tvístra og sundra kröftunum, en það veitti ekki
af að hafa góða samvinnu um hin ýmsu velferðarmál
heimilanna. — Enginn ágreiningur hefur heldur orðið,
allir flokkar hafa unnið saman í einingu og friði,
hverja skoðun sem þeir hafa haft á þessum umræddu
málum.
Fjelagsfundir hafa verið haldnir til skiftis í sýslun-
um og vanalega verið hafðar heimilisiðnaðarsýningar í
sambandi við þá, það hefur laðað konurnar mjög til að
sækja fundina. — Viðtökurnar hafa hvervetna verið
hinar bestu og Sambandið hefur átt og á mörgum
ágætum starfsmönnum á að skipa.
Ymsir erfiðleikar hafa, eins og nærri má geta, orðið
á vegi þessa fjelagsskapar þegar frá byrjun, en konurn-
ar fara að engu óðslega, þær eru vanar við að bíða, að
vinna með offorsi er ekki að þeirra skapi. — Mestir
voru erfiðleikrnir með að ná saman af svo stóru svæði.
— Snemma vetrar var farið að aðgæta skipaferðir að
og frá þeim stað, sem fundurinn átti að vera á í það og
það skiftið. Að öðrum kosti var ekki um annað að gera
en að treysta á reiðskjótana til að komast milli hjeraða,
en þá voru vegir oft erfiðir yfirferðar: Ófærð, gróður-
leysi og vatnavextir. En ekki voru fundir lakar sóttir
þá en nú. — Þá voru ekki sendir út 50 manna hópar til
að veita ófærum ám í rjettan farveg, eins og gert var
á s. 1. vori t. d., nje skriður mokaðar upp.
Upprunalega var svo til ætlast, að Sambandsfundur
byrjaði 17. júní ár hvert, en vegna gróðurleysis á heið-
um uppi varð árlega að færa fundartímann fram.