Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 73
Hlín
71
áttu fult í fangi með að keppa við norsku verksmiðj-
urnar, sem þá gerðu sjer alt far um að ná viðskiftum
við ísland. Þær höfðu að sjálfsögðu náð meiri leikni
og fullkomnun í fataefnagerðinni en hinar hjerlendu.
Eftir aldamótin 1900 fer að komast skriður á ullarverk-
smiðjurnar. Gefjun, Álafoss og Framtíðin hafa þann
þriðjung, sem liðinn er af öldinni, magnast árlega að
framkvæmdum og stöðugt bætt við sig nýjum og full-
komnari tækjum, svo vinnubrögðin verða meiri og
betri ár frá ári. Ullarmagnið, sem unnið er úr, mun
vera liðlega % miljón kg. árlega. — Stjórnendur verk-
smiðjanna: Jónas Þór, Sigurjón Pjetursson og Stefán
Olafsson hafa með áhuga sínum og dugnaði hrint ull-
ariðnaðinum vel áleiðis. Dúkarnir frá þeim tveim verk-
smiðjum, sem þá framleiða, Gefjun og Álafoss, eru að
ryðja sjer til rúms um land alt, svo menn klæðast þeim
nú mestmegnis, sjerstaklega til ferðalaga, til hversdags-
klæðnaðar og við sportiðkanir, bæði karlar og konur,
enda eru fataefnin mjög vel til þessa fallin. Framfarir
sjást árlega í framleiðslunni og munu klæðskerarnir
best geta um það borið.
Auk þess að vinna fataefni fyrir landsmenn vinna
allar þessar verksmiðjur mjög mikið af bandi fyrir
almenning, og þá má ekki gleyma kembingunni, sem
þær láta mönnum í tje um land alt í stórum stíl, ásamt
ágætri litun. Alt það starf ullarverksmiðjanna og sá
styrkur, sem þær með því hafa veitt íslenskum heim-
ilisiðnaði t. d., er ómetanlegur. Það má óhætt fullyrða,
að verksmiðjurnar hafa stutt heimavinnuna stórkost-
lega í starfi, og það er fullvíst, að hún væri ekki í því
horfi, sem hún nú er, ef þeirra hefði ekki notið við. —
Ekki verður verksmiðjunum um kent þótt vöntun sé
á kembingu handa landsmönnum á vissum tímum, því
þær vinna nótt og dag. Kembivjelum þarf að fjölga í
landinu, því það er óþolandi að þurfa að bíða eftir ull-
/