Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 14
12
Hlín
þátt í þessum framkvæmdum beinlínis læt jeg aðra um
að dæma um, en af áhuga kvenna yfirleitt hafa þær
sprottið —. Kvenfjelagasamband S.-Þingeyinga var um
langt skeið búið að berjast fyrir sínum skóla á marga
lund. Með festu og samheldni allra þingeyskra kvenna
komu þær sínum skóla upp. — Sama má að miklu
leyti segja um eyfirskar konur, þó aðstöðumunur væri
þar nokkur, þar sem áður hafði verið kvennaskóli á
Laugalandi, en lagst niður um nokkurt árabil. — En
sem vonlegt er, er margt enn óunnið til viðunandi
lausnar á sjermentun íslenskra kvenna. Nokkur reynsla
hefur þó fengist á síðustu árum, sem vel mætti verða
til þess að forðast víxlspor. — Okkur er nú heitið
kenslukvennaskóla í húsmóðurfræðum, sem við teljum
mjög nauðsynlegan fyrir margra hluta sakir, ennfrem-
ur styrk til að reisa og reka verklega skóla í stærri
kaupstöðum, sem einnig hefur verið okkur mikið á-
hugamál.
Ársritið „Hlín“. — Eitt af bestu hjálpartækjum sem
S. N. K. hefur átt í starfi sínu er ársritið „Hlín“, sem
hefur borið heitið „Ársrit Sambands norðlenskra
kvenna“ nú í 21 ár, en sem Halldóra Bjarnadóttir hefur
gefið út á sinn kostnað og ábyrgð. Hefur „Hlín“ ávalt
verið reiðubúin að greiða braut áhugamálum kvenna
og benda til þess, er betur mátti fara og hagfeldara
var. — Ritið hefur náð mikilli útbreiðslu, hefur ferðast
víða um bygðir landsins og allsstaðar verið aufúsu-
gestur. — Vona jeg að svo verði einnig í framtíðinni,
þó hún muni nú hjer eftir hasla sjer víðari völl.
Heimilisiðnaður. — Þegar í byrjun tók S. N. K. heim-
ilisiðnað, sem þá var mjög tekið að hnigna hjer á Norð-
urlandi, á stefnuskrá sína og ákvað að reisa hann úr
rústum. — Margar góðar konur stóðu saman um fram-