Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 27
Hlín
25
andi á fráfall Jóns biskups Vídalíns, sem dó í tjaldi
upp á regin heiði. — Báðir voru þeir hetjur og mikil-
menni.
Þegar Jón Sigurðsson kvaddi Sólveigu konu sína og
heimili í síðasta sinn, ern og hraustur, gat hann búist
við að hún mundi kveðja lífið á undan honum, því hún
hafði þá tekið þungan sjúkdóm, en hún lifði það að
stíga af sæng sinni og vera studd á veg til að mæta
honum og líkfylgd hans, er hún kom yfir bæjarlækinn
á Gautlöndum. — Það verður mörgum, og einnig þeirri,
er þetta ritar, í fersku minni, hve Sólveig var tíguleg
í sorg sinni, og þarf ekki að efa að rjett sje frá skýrt í
Laxdælu frá síðustu stundum Auðar djúpúðgu, svo
hress og sköruleg gekk Sólveig aftur á banabeðinn og
dó stuttu síðar.
Og þó þessi hjón væru bæði grá fyrir hærum og
hefðu lokið miklu dagsverki, urðu þau öllum harm-
dauði og sýndust deyja á miðju skeiði með lítt biluðum
kröftum. Guðbjörg Stefánsdóttir.
UMMÆLI
konu, sem var um lengri tíma á Gautlöndum í æsku
sinni, og naut þar alls hins besta, sem heimilið átti til:
„Þó Gautlandahjónih væri ekki rík, var fyrirhyggjan
svo góð, að aldrei var skortur á neinum nauðsynjum.
— Þegar hart var í ári og þá víða skortur í búi, sjer-
staklega hörðustu mánuðina á vorin, var oft margt um
manninn á Gautlöndum. Sjerstaklega voru oft börn og
unglingar þar þá tímum saman, því hjónin voru bæði
einstaklega góð við alla unglinga, sem þar voru og þeir
voru margir.
A heimilinu ríkti háttprýði og prúðmenska, engum
leiðst að hafa ljótt orðbragð eða ilt umtal. — — Kenn-
arar voru teknir árlega fyrir börijin og nutu aðrir
heimamenn þar oft fræðslu líka. — Stórt bókasafn var