Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 68
66
Hlín
fallegt og glansandi, en þelið fínt og mjúkt eins og
silki.*
Úr þessu efni, sem allir landsmenn, ríkir og fátækir,
höfðu aðgang að, hafa þeir komist upp á að vinna
fjölbreytt og fallegt efni, svo engin af nágrannaþjóð-
um okkar stendur okkur þar framar, eftir því sem þeir
sjálfir segja.
Eftir að prjónaskapur fór að tíðkast hjer á landi,
sem ekki hefir verið fyr en löngu eftir landnámstíð,
því vetlingar og hosur, sem hafa fundist í jörðu, er alt
ofið, minkaði vefnaðurinn nokkuð, því þá var farið
að prjóna ýmislegt til fatnaðar og þótti það liprara í
notkun. Prjónuðu menn þá í höndunum mikið af utan-
yfirfötum: Peysur, bæði karla og kvenna, pils, buxur,
húfur, hyrnur, milliföt ýmiskonar, ábreiður, jafnvel
pokar til að bera í voru prjónaðir, svo og ógrynnin öll
til útflutnings. Þá þurfti að nota tímann vel, enda er
þess getið, að menn stóðu yfir fje prjónandi, og bæði
konur og karlar gengu prjónandi milli bæja eða þegar
hugað var að skepnum. (Þetta sjer maður reyndar enn
á stöku stað í sveitum landsins á hinni miklu vjelaöld
nútímans). — „Ármann á Alþingi“ segir svo um Ey-
firðinga fyrir rúmum hundrað árum síðan: „Fólkið
prjónar hvar heldur það er statt, í myrkri eða birtu,
sessi eða göngu, úti eða inni“. — Vefnaðarvörur voru
fluttar út úr landinu sem söluvarningur heimilanna,
þó í smáum stíl væri, alt fram á vora daga (pakkein-
skefta), muna elstu menn vel til þess.
Lengi fram eftir öldum heyrir maður ekki um nein-
ar breytingar um meðferð ullarinnar nje um verkfæri
til að vinna hana, nema um prjónana. — Sögurnar
* í nágrannalöndum okkar er aðeins lítið eitt eftir af þessum
upprunalega fjárstofni í útskerjum og á annesjum, en nú er
kepst við að rækta hann að nýju, því ullin þykir fyrirtak, bæði
til sportklæðnaðar og til vefnaðar.