Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 85
tilín 83
ósegjanlegu niðurlæging hans, þegar það tók að ræt-
ast á honum bókstaflega, er spáð hafði verið löngu áð-
ur: „Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur
manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn, og
vjer mátum hann einskis.11 — Og á föstudaginn langa
gáfu þeir upp allar vonir um, að hann gæti verið
Messías. — En er þeir voru staddir í svartasta myrkri
efasemda og vonleysis, birtist hinn uppnsni Frelsari
þeim. — Augu þeirra opnuðust. — Þeir sannfærðust. —
Jafnvel sá, sem var mestur efasemdamaðurinn, hrópar:
„Drottinn minn og Guð minn!“ — í stað þess að verða
þexrn ný ráðgáta, varð kra'ftaverk páskanna þeim lausn
allra ráðgátna í lífi Jesú og dauða. — Nú fær trúin á
Guðs son rúm í hjörtum þeirra, og kærleikurinn fær
yfirráðin. — Nú gat Pjetur, og postularnir allir, haldið
heit sitt um að deyja með honum, ef þess yrði krafist.
— Hvílíka uppgötvun höfðu þeir gert! — Hvílíka opin-
berun höfðu þeir fengið! — Spádómarnir um Messías
höfðu uppfylst á Jesú! — „Vorar þjáningar voru það,
sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.
Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna
vorra misgerða, hegningin, sem vjer höfðum til unnið,
kom niður á honum.“ — Af þessu öllu drógu postul-
arnir svo þá ályktun, að „Kristur dó vegna vorra
synda.“ — „Hann var dáinn fyrir alla, til þess að þeir,
sem lifa, lifi ekki framar sjálfum sjer, heldur honum,
sem fyrir þá er dáinn og upprisinn.“ — Það hafa
kristnir trúmenn á öllum öldum staðfest. — Skal jeg
nú nefna fáein dæmi þess:
Þýskur aðalsmaður, ungur og auðugur, var einu sinni
á ferðalagi og kom til Diisseldorf. Þar sá hann á lista-
safni mynd af Jesú þyrnum krýndum. — Undir mynd-
inni stóð: „Þetta gerði jeg fyrir þig. — Hvað hefir þú
gert fyrir mig?“
G*