Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 107
Hlín
105
þörfin og venjur heimtuðu. — Vil jeg reyna að lýsa
því eins og mjer kom það fyrir sjónir, þó aldrei verði
það tæmandi lýsing. — Byrja fyrst á algengasta engja-
mat um heyannir. Þar sem var xk—1 klukkutíma gang-
ur á engið varð að bera með sjer matarforðann til
dagsins. Oftast var það því þurmeti, látið í íslenskan
ullarmal: Flatbrauðskaka, ofnbrauðsneið, smjör í öskj-
um, ein sneið á mann, reyktur silungur eða útiþurr,
og stundum saltkjöt eða hangið. Svo var skyr eða súr-
blanda borið í fötu og bætt í vatni eftir þörfum, og
þótti öllum þetta saðsamur og hollur drykkur, því þá
var ekki farið að bera kaffi tvisvar á dag á engi. —
Þegar heyflutningar á hestum stóðu yfir, 1—2 sinnum
í viku, fengu „bindingshjúin“ sætt kaffi. — Þegar nær
dró bænum, styttist engjagangan, var borinn á engið
þykkur hrísgrjónamjólkuVgrautur eða baunir og kjöt
með smjöri niður í, ef kalt var, eða kjöt ekki til. —
Þá var líka svokallaður skófna- eða froðuaskur sæl-
gætismatur, þegar sauðfé var mjaltað eða fært frá,
eins og algengt var alt að árinu 1880. — Reyndar var
osturinn vanalega úr áfum hleyptur á gólfi í pottin-
um, líkt og skyr. — Hlemmur eða diskur látinn falla
ofan á hlaupið og svo seydd niður mysan, helst á glóð,
þá voru ekki eldavjelarnar. — Mjólkurostur eða mysu-
ostur var ekki algengur matur á bæjum fyr en eftir
1880 hjer í sveit. — Það var gott að koma heim á
kvöldin og fá kannske egg og brauð og nýjan eða súr-
an skyrhræring og mjólk. — Á þeim árum var algeng-
ur bygggrjónagrautur á sumrin með skyrinu, en fyr á
árum mest rúgmjöl og grösin og grjónahnefi út í á
vetrum, og soðin 3 klukkutíma, fjekk þá margur skófir
eins og Hjálmar tuddi.
Svo komu pöntunarfjelögin, fyrst með maís í grauta,
svo með haframjöl og síðast með völsuð eða stykkjuð