Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 137
Hlín
135
kauptún. — Og mörg hafa kvenfjelögin gert þarft verk
með því að hlynna að kirkjugörðunum og prýða kring-
um samkomuhús og skóla. — Þetta er alt mjög virð-
ingarvert, en þetta þarf að gera en hitt ekki ógert að
láta, nfl. að hirða um og hlynna að skógarleifum í land-
inu. — í nær því öllum daladrögum á Vestur- og Aust-
urlandi og víðar eru miklar skógarleifar, en sá gróður
á mjög erfitt uppdráttar.
Ástæðan til að nefnd fjelög hafa ekki tekið þetta
skógarvarðveislumál á sína stefnuskrá er án efa sú,
að þau hafa ekki treyst sjer til þess, álíta það svo stórt
átak, en það hefur sýnt sig að þessi fjelög geta ótrú-
lega miklu áorkað, ef þau eru vel samtaka. — Það
liggur við að segja megi að það sje enn meira verk
og þarfara að hlynna að þeim skógarleifum, sem til
eru, en að reisa skóg að nýju, það er satt gamla mál-
tækið að hægra er að styðja en reisa. — Girðing og
friðun er fyrsta sporið og það einasta sem gera þarf á
þessum stöðum fyrst um sinn. — í skjóli þess gróðurs,
sem þegar er fyrir hendi, má brátt græða ýmislegan
fíngerðari og viðkvæmari gróður.
Það væri gaman að frjetta, að eitthvert kvenfjelagið
tæki að sjer umhirðulausar skógarleifar til aðhlynn-
ingar.
Skógræktarfjelög eru nú að rísa upp til og frá um
landið sem betur fer, þau hafa aðallega tekið þetta
skógvarðveislumál á stefnuskrá sína. — Öll hjeruð
landsins ættu að koma á hjá sjer skógræktarfjelögum
og almenningur að styðja þau bæði með fjárframlög-
um og á annan hátt. — íslendingar ættu að vera ein-
huga um að varðveita allar skógarleifar landsins.
Úr Skagafirði er skrifað: — Skógræktarfjelag Skaga-
fjarðar var stofnað 8. apríl 1932 og var Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, kennari, á Löngumýri í Hólmi frumkvöð-
ull að stoínun þess og hefur verið aðaldriffjöður í því