Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 52
50
Hlín
sje mjög ábótavant um verkleg störf, er þeir koma í
skólana. Þá vanti röskleika við störfin, áhuga, dugnað,
leikni og sjálfstseði.
Ungu stúlkurnar verða að reyna að skilja hvað hjer
gildir, og vinna ekki verkin heima með hangandi
hendi, en læra alt sem lært verður heima, og það er
margt, ef þið gætið vel að, heimilisstörfin eru svo óend-
anlega fjölbreytt. Ef þið notið ykkur heimafræðsluna
vel, þurfið þið ekki að naga ykkur í handarbökin eftir
á eins og oft á sjer stað. Maður heyrir oft þessa játn-
ingu fram borna af vörum ikvenna: „Je'g sá mömmu oft
gera þetta, en lærði það aldrei, jeg héyrði ömmu oft
segja frá þessu, en veitti því enga eftirtekt, jeg sje
eftir því nú“.
Og mæðurnar verða að reyna að skilja þá ungu, þær
verða að lofa ungu stúlkunum að vinna öll verk sjálf-
stætt, líka að matsældinni, sem þeim er mörgum svo
sárt um, unga fólkið vill vinna sjálfstætt. — Það vill
brenna við hjá mörgum mæðrum, að þær treysta ekki
þeim ungu, vilja líka hlífa þeim við öllu. — Þetta má
ekki svo til ganga, lífið gerir miklar kröfur. Ungling-
arnir þurfa snemma að venjast við vinnubrögð og
ábyrgð. Vel klædd og vel fædd geta unglingarnir unn-
ið mikið gagn, án þess að bogna. — Við verðum að
gera kröfur til heimilánna. Eikki má heimta alt af
skólunum. Þeir gera ekki kraftaverk. — En góðir skól-
ar þurfa og eiga að vitna oft í heimili nemenda sinna,
virða þau, tala vel um þau, en ekki niðrandi um það
sem þar er lært, og um íslenska 'heimilismenningu yfir-
leitt ,opna augu nemendanna fyrir því verðmæti, sem
þar er fyrir hendi, og hvetja þá til að nota sjer það.
Hinn öfugsnúni hugsunarháttur, að hvergi sje neina
mentun að fá nema í skólum, hefur gripið alla þjóðina
og er að draga áhrifin úr höndum heimilanna á öllum
sviðum,