Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 122
120
Hlín
Ung fór jeg að vaka yfir vellinum, og færðist þá yfir
mig talsverður búskaparhugur, þar með fylgdi, að ým-
islegt þurfti að draga að til matarfanga, þótti mjer
snemma góður grauturinn og feita kjötið, og var mjer
dálítið áhyggjuefni með að afla mjer útákasts, en ekki
var eldsneytisskortur, jeg sá að fólkið sótti spýtur og
þöngla í fjöruna og það gerði jeg líka.
Einu sinni sem oftar lá jeg að nóttu til niðri í fjöru
og var að leika mjer að sandi í lófa mínum, hug-
kvæmdist mjer þá alt í einu, að þarna væri bærilegt
útákast, þetta hryndi svo fallega úr lófa mínum, eins
og þegar fóstra mín var að búa til rúgmjölsgrautana,
þarna var gátan leyst, sjór í pottinn og sandurinn út á,
en þá var nú eftir að finna kjötið, en það gekk mikið
betur, jeg var oft búin að sjá í fjörunni bæði stóra og
litla steina, dökkva, með stórum og smáum blettum,
hvítum, það fann jeg að var tilvalið kjöt og eftir því
betra, sem hvítu blettirnir voru stærri.
Margt fanst mjer vera dýrmætt við þennan stóra sjó,
jeg sá reka allra handa tegundir fjörugrasa, jeg sat í
baðstofunni litlu í klettunum og horfði hugfangin á
hvernig hún litla Bílda mín og allar kindur rifu þetta í
sig, gott hlaut það að vera.
Árin liðu og jeg sá fleira og fór að ganga langt með
sjónum, bæði ein og með fósturforeldrum mínum. Það
rak svo oft og stundum mikið af við, sem var allavega
í laginu. En hvað mjer fanst sjórinnn góður að gefa
henni fóstru minni þennan væna við í eldinn. Jeg var
iðin að tína þetta upp á malirnar, þar þornaði það svo
vel. — Jeg hef alið hjer um bil allan minn aldur á
sama stað, og altaf hef jeg haft gaman af að komst út
úr bænum með börnin og ganga á rekann, því oft er
það margbrotið, sem Ægir lætur á fjörur fljóta.
Þó hef jeg aldrei sjeð annan eins stórviðarreka eins
og nú síðastliðinn vetur (1935—1936), hann var $vo