Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 89
Hlín
87
honum er engu fórnað? — Það er óþarfi að svara því.
Það er alkunnugt. — „Verjið peningunum til að byggja
skóla, sjúkrahús og líknarstofnanir fremur en kristni-
boðsstöðvar og kirkjur“, mundu aðrir svara. — En
hvernig stendur á því, að mest er um skóla, sjúkrahús
og hvers konar líknarstofnanir einmitt þar, sem mest
er um kristniboð og flestar eru kirkjurnar? — Það er
vegna þess, að þær stofnanir eru ávextir, sem kirkja
Jesú Krists hefir borið, en ekki Mammon. Þar sem
hann er dýrkaður, verða ávextirnir alt aðrir. — Þannig
liggur við, að það sje hægt að leiða rök að því með
skýrslum og tölum, að það borgi sig að leggja í Jesú
hendur, alt það, sem við höfum handa á milli, og ekki
aðeins það, heldur líka hjarta okkar og líf.
Höfum svo þetta þrent hugfast, þegar þessari hug-
leiðing er lokið hjer:
Að Jesús, sem keypti mig Guði til handa með sínu
eigin blóði, er þess maklegur, að jeg gangi honum á
hönd. — Að engan hefir iðrað þess af öllum þeim, sem
það gerðu. — Og að það borgar sig.
Jeg geri ráð fyrir því, að fiestir menn hjer á landi
mundu fremur kjósa Maríu sjer til fyrirmyndar heldur
en Júdas. — Far því að dæmi hennar og vel hið góða
hlutskifti eins og hún, er hún settist við fætur Jesú og
hlýddi á orð hans. — Snú þjer til Jesú, eins og hann
birtist þjer í heilagri ritningu. — Hugleið það, sem
hann hefir gert fyrir þig, og mun þá ekki hjá því fara,
að þjer verði ljóst það, er þú hefir brotið gegn honum.
— Fyr en þú sjerð og játar þínar misgerðir, fær þú
ekki skilið hans velgerðir nje notið þeirra. — Hann hef-
ir óbeðið friðþægt fyrir syndir þínar með sínu eigin
blóði, gefið líf sitt þjer til lausnargjalds. — En fynr-
gefningu syndanna fœr þú aldrei óbeðið. — Þú fær
ekki notið stærstu velgerðar hans þjer til handa, .sem
er fyrirgefning syndanna, fyr en þú gerir upp reikn-