Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 34
32
Hlín
leiðinni. Nú er enginn lifandi af þessum hóp nema síra
Ólafur í Arnarbæli, sem þá var 11 ára gamall drengur.
— Kristín systir mín var ein af þessu ferðafólki og ætl-
aði hún til Viðeyjar til móðursystur okkar, Áslaugar,
og manns hennar, Magnúsar Stephensen. Hún kendi
þar börnunum í tvo vetur, jafnframt því að hún saum-
aði sjer skautbúning með sóleyjaruppdrætti eftir Sig-
urð málara. Einnig lærði hún að flosa hjá móðursystur
okkar, Kristínu, sem þá var í Viðey hjá hálfsystur
sinni. Hún var ekkja síra Jóhanns í Guttormshaga.
Sigurður málari fjekk Kristínu til þess að flosa sýn-
ishorn, er átti að láta á forngripasafnið, og er floslár-
inn þar til sýnis með flosinu í. Fyrir sjálfa sig flosaði
hún tösku, sem Ingibjörg dóttir hennar á.
Listamaðurinn ' Benedikt Gröndal teiknaði fyrir
Kristínu uppdrátt í sessuborð, sem hún skatteraði og
er sú sessa í eigu Maríu dóttur hennar. Allar þessar
hannyrðir, eins og alt sem Kristín lagði hönd á, er
framúrskarandi vel gert.
Kristín hafði nokkra dvöl í Reykjavík þennan tíma,
sem hún var í Viðey, og var hún þá til heimilis hjá
frú Ólöfu ekkju Jens Sigurðssonar rektors. Hún var
æskuvinkona móður okkar frá því að hún var að læra
hjá stjúpu hennar, frú Guðlaugu Gunnlaugsson. —
Engar kærari vinkonur átti Kristín en þær tvær elstu
dætur frú Ólafar, Þórdísi, sem giftist síra Þorvaldi
prófasti á ísafirði, syni síra Jóns Hjartarsonar á Gils-
bakka, og Guðlaugu, er síðar giftist frænda sínum, Sig-
urði Jónssyni sýslumanni í Stykkishólmi, er var fóst-
ursonur og systursonur Jóns Sigurðssonar forseta.
IX. Heimkoman. Sumarið 1875 fór Gunnlaugur bróð-
ir okkar suður að sækja Kristínu og urðu allir fegnir
heimkomu hennar eftir nærri tveggja ára burtveru.
Með henni komu tvö frændsystkinin úr Viðey, Ólafur
og Kristín. Ólafur var um veturinn hjá síra Hjörleifi í