Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 44
42
Hlín
þann sið, hversu annríkt sem hann átti, að skrifa móð-
ur sinni, sem var í fjarlægð, á hverjum degi. — Jeg
man að jeg sagði eitthvað á þá leið, að verst væri, ef
þessi vani hefði sljófgað manninn svo, að þetta hefði
orðið eins og vjelavinna. — En vinstúlka mín varði það
mál. — Og nú finst mjer líka að jeg aðeins finna það
góða og fallega í þessum sið. Og því merkilegra, sem
þetta var maður hlaðinn vandasömustu og ábyrgðar-
mestu störfunum, sem hægt er að fela mönnum. En
þetta var báðum gott: Stjórnmálamanninum að hvíla
hugann hjá móður sinni eina stund úr degi, og halda
þannig þeim kimanum opnum fyrir því góða, og svo
móðurinni að finna að sonur hennar hugsaði daglega
hlýtt til hennar.
Jeg man líka eftir ungum manni, sem lá fyrir dauð-
anum. — Jeg hef víst lesið það einhversstaðar. —
Nokkru áður en hann dó fjekfc hann vini sínum óskrif-
aða bók með hvítum blöðum. Það var snjóhvítur papp-
ír, óstrikaðar. — „Fáðu móður minni þetta“, sagði
hann, „hún gaf mjer þessa bók, þegar jeg fór að heim-
an, og bað mig að skrifa í 'hana alt, sem mjer gæti dott-
ið fegurst í hug. Seg henni, að þetta hafi í rauninni
verið mitt eina og háleitasta markmið að hugsa svo
fagrar hugsanir, að jeg gæti fylt út bókina hennar, en
að jeg hafi samt aldrei verið nógu ánægður með þær.
Bið þú hana að fyrirgefa mjer að jeg gat ekki gert
það, sem hún bað“. — Svo dó ungi miaðurdinn. — En
móðirin vissi, þegar hún fjekk bókina og boðin, að sál
sonar hennar mundi hafa farið eins hrein til Guðs eins
og snjóhvít bókarblöðin.
Þið munið hið dýrlega kvæði Matthíasar til móður
hans. Jeg vona mieira að segja, að þið kunnið það öll.
— Það á sammerkt við kvæði Einars Benediktssonar,
og annara okkar ágætu skálda, sem orkt hafa til móður
sinnar, að það er ofið úr ásit og lotningu. — En þegar