Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 70
68
Hlín
bil má brjóta blað í íslenskum ullariðnaði, svo stór-
mikil breyting varð þar á öllu til bóta.
Um líkt leyti, eða þó nokkru síðar, studdi danska
stjórnin að því, að efnilegir ungir menn voru sendir
utan, sinn úr hverjum landsfjórðungi, til þess að læra
verkleg störf, sem kæmu landinu að gagni. — Á Aust-
urlandi starfaði Jón, sem síðar hlaut nafnið „vefari“,
því hann lærði vefnað ytra, og breiddist sú þekking
mikið út um Austurland frá honum.
En alt að því heil öld leið enn, þar til verulegur
skriður komst á ullariðnaðarmálin, þó mikið væri unn-
ið á þessum árum, sjerstaklega vegna þess, að nú voru
áhöldin mun fljótvirkari en áður. — Það er ekki fyr
en eftir að frelsis- og framfarahugurinn varð almenn-
ari með þjóð vorri, eða eftir 1870, að þessi mál fengu
nokkurn verulegan framgang. — Ekki vantaði það, að
umbótamennirnir í lok 18. aldarinnar og í byrjun
þeirrar 19., og frameftir, reyndu að stappa stálinu í
landsmenn, eins og Eggert Óláfsson, Magnús Stephen-
sen, Baldvin Einarsson, Jón Sigurðsson o. fl. Þeir rita
um ullarvöndun, notkun vjela o. fl., en lítinn árangur
mun það hafa borið. — Prjónavefstóllinn í Eyjafirði
og „lykkjuvefnaðurinn“, sem „Ármann á Alþingi“ get-
ur um, er nærfelt það eina, sem um getur af því tagi.
Nokkrar tilraunir voru og gerðar til að bæta fjárkynið
með innflutningi kynbótahrúta.
En eftir 1874 fer að rofa til, þá rísa upp verklegir
skólar hver af öðrum, og þá eru uppi margir dugandi
áhugamenn um ullariðnaðarmál, eins og Magnús á
Halldórsstöðum, sem fyrstur kom upp kembi- og
spunavjelum á Norðurlandi. Torfi í Ólafsdal og Hall-
dór á Rauðamýri, sem komu á fót kembivjelum í Yest-
firðingafjórðungi. Þorvaldur Kjerulf læknir o. fl. á-
hugamenn á Austurlandi, komu upp vjelum á Ormars-
stöðum í Múlasýslu, þar var bæði kembt, spunnið og