Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 96
94
'títln
þá færðist jeg heldur undan því, sagði að jeg væri
óvön ræðuhöldum, og svo vissi jeg ekki um hvaða
málefni jeg gæti talað. — Þá sagði vinkona mín við
mig: „Það er best þú talir um sunnudagaskólamálið,
því það stendur hjarta þínu næst“. Jeg fann að þetta var
satt, og afrjeð því að reyna að segja nokkur orð við-
víkjandi því máli.
Jeg býst ekki við, að geta komið með neitt nýtt,
skemtilegt nje fróðlegt, en jeg óska að þetta erindi
mitt mætti verða til þess að vekja ykkur til umhugsun-
ar um það, að einmitt í þeim víngarði er mikið verk að
vinna. — Mig langar til að minna ykkur á, að sunnu-
dagaskólastarfsemin þarf óskifta krafta okkar og bænir.
— Við þurfum að standa á verði og hlúa að þeim góða
jarðvegi, sem okkur er fenginn upp í hendurnar, því
það er enginn minsti vafi á því, að uppskeran fer eftir
því, hve mikið við leggjum í sölurnar í starfi voru í
kristindómsfræðslunni, fyrst á heimilunum og svo í
sunnudagaskólunum. — Starfsemi vor á því sviði er
hlekkur, sem bindur þá yngri við þá eldri, og þann
hlekk má ekki brjóta.*
Á vorin sáum við í garðana okkar, við vöndum út-
sæðið og reynum að undirbúa jarðveginn, og þegar
litlu plönturnar koma upp úr moldinni, þá tínum við
illgresið, verjum plönturnar frosti, og gerum alt sem í
okkar valdi stendur til að hlúa að þeim, svo garðurinn
megi seinna verða okkur til gagns og gleði. — Má nú
ekki heimfæra þetta upp á sunnudagaskólana? Ekki
ríður minna á því, að vanda sig í þeim garði, ef upp-
skeran á að verða góð, og jeg er viss um, að það er ein-
læg ósk okkar allra að hún verði það.
* Kristin fræði eru ekki kend í barnaskólum í Vesturheimi og
verða því söfnuðurnir að annast um það, láta íslendingar sjer
mjög ant um þá fræðslu, H. R.