Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 38
Ragnheiður, Ingunn og Guðbjörg á Broddanesi. Tvær
hinar fyrtöldu ásamt foreldrum sínum, en Guðbjörg,
yngst dætranna, eftir að gömlu hjónin ljetu af búskap,
og býr hún þar enn sæmdarbúi ásamt manni sínum,
Jóni Þórðarsyni.
Broddanes er ein hin gagnauðugasta og fegursta jörð
í Strandasýslu og þó lengra væri umsvipast til sam-
jafnaðar. Hafa nú verið gerðar þar svo stórfeldar um-
bætur, bæði í byggingum og jarðaræktarframkvæmd-
um öllum, að mikið mundi það bera frá því sem al-
ment gerist, þó til „góðsveita" landsins væri jafnað.
Bærinn stendur á nesi sunnan Kollafjarðar og er því
heldur úralfaraleið. Var þar þó oft gestkvæmt, því margir
vöndu þangað komur sínar fyr á árum, þegar harðindi
og ilt árferði þrengdi kosti manna. — Þar voru sýslu-
fundir haldnir um langt skeið í tíð S. E. Sverrissonar
sýslumanns, var þar þá stundum fjölmenni saman
komið. — Þá voru oft haldnir þar kjörfundir, meðan
kosið var í einu lagi í allri sýslunni, og til skamms
tíma var þar þingstaður hreppsins.
Þarna var það sem Ingunn, dóttir hinna góðfrægu
hjóna, sem að framan getur, var borin og barnfædd, og
þar ól hún allan sinn aldur. Hún ljest 27. nóvem-
ber 1935. Hafði hún áður látið sinn hlut jarðarinnar í
hendur fósturdætra sinna tveggja, sem þar búa nú.
Mjer fanst jeg ekki geta byrjað á þessum minningar-
orðum án þess að geta að einhverju leyti staðarins, þar
sem Ingunn sáluga lagði fram alla sína krafta. Það má
líka óhætt segja, að umhverfið mótaði hana að nokkru
leyti.
Þar sem margvísleg föng þarf saman að draga og
mörg störf kalla að í senh þar þarf sístarfandi um-
hyggju og elju, ef alt á að fara vel.
Fagurt umhverfi og umgengni góðra gesta mildar og
göfgar hugsunarháttinn, Það gleður og fegrar lífið að