Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 41
Hlín
39
húsbændur, sem nokkur vandalaus getur á kosið. Milli
heimilanna var aldrei sú merkjalína, sem snúin er úr
ósanngirni og samúðarleysi, sem sumstaðar gildir í
sambýli. Fór því hver frjáls ferða sinna, enda finst
mjer nú, þegar árin færast yfir, að á þessu góðfræga
heimili hafi það skýrast komið í ljós, sem best er í
hverjum manni.
Nú er sú breyting víðast orðin á heimilisháttum, að
húsmæðurnar standa einar uppi með heimilisstörfin.
Eru þá mörg viðfangsefnin og erfitt við öllu að snúast.
— Hin svokallaða heimafræðsla má heita horfin með
öllu. Alt slíkt falið lögskipuðum nefndum og kennur-
um. Annað sýnist ekki við hlítandi eins og komið er.
En góð skipun má vera gerð þessara mála, ef jafnast
getur við það sem best er gert á heimilunum í þessum
sökum. Var það eins og margt það, sem heimilin getur
bætt og prýtt, ekki minst verk húsmóðurinnar, einkum
meðan börnin voru á byrjunarstigi. — í þessu máli átti
Ingunn fáa sína líka. Mjer eru ógleymanlegar þær
stundir, þegar jeg sem lítill drengur naut tilsagnar
hennar. Hef jeg oft hugsað til þess síðar, hversu mikið
er mist, þegar þessi öfl fá ekki notið sín vegna óhægra
kringumstæðna og upplausnar heimilanna.
Ingunni sálugu mátti telja lánsmanneskju. Hún var
gift góðum manni, fósturbörnin urðu hin mannvænleg-
ustu, og hún gat lagt krafta sína óskerta til umbóta á
feðraheimilinu. — Þó brá fyrir þeim skugga, að annar
fóstursonur hennar ljest á besta aldri. Hann var hvers
manns hugljúfi og líklegur til að geta tekið við því
starfi, sem fósturforeldrarnir höfðu unnið að á ættar-
óðalinu. — Þessum harmi tók Ingunn með þeirri still-
ingu, sem einkendi alt hennar dagfar. — Hún hjelt
áfram að vinna sitt kyrláta starf við heimilisannirnar,
meðan lífsþrekið entist. — Hún var, eins og margar
húsmæður þessa lands, mest í sínum verkum, er öll