Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 36
34
Hlín
organisti í Reynistaðarkirkju. — Þorsteinn Bjarriason í
Litlugröf hafði verið forsöngvari í mörg ár, og með því
að hann var sönghneigður og næmur á lög, lærði hann
fljótlega nýju lögin, og varð hin mesta stoð við kirkju-
sönginn. Þetta var fyrsta kirkjuorgelið í Skagafirði.
XI. Kvennaskólinn í Skagafirði. Veturinn 1875—76
hóf Kristín máls á því við frú Helgu á Flugumýri og
Sigurlaugu í Ási í Hegranesi að koma á stofn skóla
íyrir ungar stúlkur, þar sem þær gætu lært til munns
og handa það sem hverri konu væri nauðsynlegt, og
að þær fengju þar einnig leiðbeiningu og æfingu í mat-
reiðslu, ræstingu og öðrum heimilisstörfum. — Þær
ákváðu að leita í þessu skyni samskota í öllum hrepp-
um sýslunnar, og varð svo vel ágengt, að þær stofnuðu
skólann haustið 1877, og hlaut hann fyrsta árið heimili
í Ási í Hegranesi hjá merkishjónunum Olafi Sigurðs-
syni umboðsmanni og konu hans, frú Sigurlaugu Gunn-
arsdóttur. Skólinn starfaði í sex ár í sýslunni, en sam-
einaðist úr því Kvennaskóla Húnvetninga að Ytriey á
Skagaströnd.
XII. Meðferð ungbarna. Eitt af áhugamálum Kristín-
ar var að hlynna að bættri meðferð ungbarna. Að til-
hlutun hennar var lögð út ágæt bók um meðferð ung-
barna, er hún ætlaði að koma á prent. Hún hugsaði
sjer að stofna til fjelagsskapar í þessu skyni, og hefði
gjört það, ef henni hefði enist aldur til. *
XIII. Endir. Veturinn 1877—78 var Kristín systir
mín farin að halda eigið heimili, og var jeg þann vetur
henni til aðstoðar og tók þá eftir mörgu í heimilisstjórn
hennar, er til fyrirmyndar var, svo sem rennitjöldum
fyrir gluggunum úr íslenskri ull, er hún hafði komið
upp. — Þegar setið var við einhverja handavinnu í
stofunni hafði hún skál á borðinu undir enda og af-
klippur, svo þær fjellu ekki á gólfið. — í eldhúsinu
hafði hún þrjár leirþurkur úr fínum, gisnum striga,