Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 17
Hlín
15
Hjer hefur þá verið getið þess helsta sem Samband
norðlenskra kvenna, sem heild, hefur haft með hönd-
um þessi 25 ár. — Sambandið á gögn, sem síðar meir
væri skemtilegt og fróðlegt að vinna úr, það eru skýrsl-
ur frá einstökum deildum þess, þær eru margar mjög
skemtilegar og fagrar. — Starf þessara smáfjelaga er
ótrúlega mikið, og hjálpsemi þeirra óþrjótandi. Þá
sjest og greinilega, hvernig framtakssemi annara og
reynsla verður hinum hvöt til starfa.
Það er ósk mín og von að hinum unga, frjálsa gróðri,
sem verið hefur í fjelagsskap vorum, megi bætast sá
kraftur, sem til þess þarf að hvergi sjáist kalblettir i
reitnum. — Að vjer stöndum allar saman, konur, sam-
an til góðra, friðsamra starfa í samræmi við okkar
insta eðli.
Allar eitt! Guðný Björnsdóttir.
Skýrslur frá fjelögum.
Kvenfjelag Suður-Þingeyinga.
Kvenfjelagið er 35 ára gamalt, stofnað 1904. — Tala
meðlima er 128. — Stjórn skipa: Hólmfríður Pjeturs-
dóttir, formaður, Herdís Jakobsdóttir, Narfastöðum,
ritari, Friðrikka Jónsdóttir, Fremstafelli, gjaldkeri.
í fjelaginu eru 7 deildir, sín í hverjum hreppi, sem
starfa sjálfstætt hver að sínum áhugamálum heima fyr-
ir. — Fjelagið heldur einn fund í júnímánuði ár hvert
og þangað senda deildirnar fulltrúa.
Búnaðarsamband S.-Þingeyinga hefur veitt fjelaginu
4—500 kr. styrk árlega nokkur undanfarin ár til að efla
tóvinnuiðnað í hjeraðinu. Hefur fjelagið varið því fje