Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 65
Hlín
63
arinnar. Reynum að vera í samvinnu við vaxtar- og
þroskalögmál náttúrunnar og mannlífsins. — Margur
unglingurinn hefur goldið þess alla æfi, að hinir eldri
kendu honum að reykja, drekka og fleira sem dró úr
andlegum þroska hans. —
»Það verður á bók þess svo varlega að skrifa,
sem veikur er fæddur og skamt á að lifa«,
segir skáldið góða.
Ein skáldkonan okkar hefur kveðið um barnið þessa
gullfallegu vísu:
Barnið er sem byrjun dagsins,
bjartir liljómar gleðilagsins,
birtan út frá brosum vífsins,
bjarminn upp af vonum lífsins.
Kæru börn, minnist þess að þið eruð byrjun dagsins,
gerið þann dag hlýjan og bjartan eftir því sem kraftar
ykkar standa til. — Lítil stúlka var spurð hver hefði
skapað hana. — Hún svaraði: „Guð skapaði mig svona
litla“, og mátaði örstutt frá gólfi, „en hitt hef jeg vaxið
sjálf!“ — Guð hefur gefið okkur efniviðinn: Líf, heilsu,
vit og krafta, úr þessu eigum við að vinna. — Það má
misjafnlega vinna úr sama efni. Og þó að efnið, sem
unnið er úr, kunni að vera eitthvað misjafnt, þá vitið
þið það, sem svo mikið hafið unnið, að úr öllu efni
verða góðir og gagnlegir hlutir í hagleikshöndum. Þið
verðið öll að góðum og nýtum mönnum, ef þið vinnið
vel úr því efni sem í ykkur er. — Einn skóladrengur-
inn sagði við mig í vetur: „Ekki veit jeg hvað úr mjer
heiði orðið, ef jeg hefði gefist upp og farið heim fyrst
þegar jeg kom 1 skólann og hafði óyndi“. — Hann
vildi aldrei viðurkenna að hann hefði óyndi, þó hann
grjeti af leiðindum. — Slík staðfesta er aðdáunarverð.
Og áreiðanlega er hún eitt hið besta vopn gegn örðug-
leikum lífsins. —- Hversu margir hafa ekki orðið skip-