Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 123
Hlín
121
sjerkennilegur samanborið við það sem jeg hef sjeð
áður af því tagi. Viðurinn er fádæma góður að vinna
hann í hvað sem er, beinn og kvistalaus, hann er það
fyrirtak í allskonar húsagrindur manna og búpenings,
líka er farið að nota hann til bryggjugerða og í brýr
á ár, og þykir tilvalinn. — Viðurinn er af öllum stærð-
um, frá 3 álnum upp í 20, og kannske þar yfir, rusl-
viður sjest varla. Tilvalinn er hann líka í girðinga-
staura og er mikið eftirsóttur úr sveitunum. — Þessi
ómunalega fagri reki er almælt að rekið hafi svo víða
við strendur lands vors, að vart man nokkur vorra
tíma maður annað eins, og er því óhætt að nefna þessi
tímamót „Rekaveturinn hinn mikla“.
Enda jeg svo þessar fáu línur með kveðju til les-
enda „Hlínar“, ef einhverjir kynnu að hlaupa ofan á
þessu litlu grein. — Ótal margt fleira hefði jeg getað
sagt um þennan mikla reka, því mikið var haft fyrir
að koma honum undan sjó, en allflestir notuðu nú til
þess hestaflið, og gekk því alt betur en í gamla daga.
Sveitakona við sjóinn.
Lóan sem flaug á símavírinn.
Það má vera að mörgum finnist það smámunir einir
og innihaldslaus orð um einskisverða hluti, sem á eftir
fara, en eigi að síður hefur hinn litli atburður orðið
mjer nokkurt umhugsunarefni, og eitt er víst, að jeg
gleymi honum aldrei.
Taka verður fram, til glöggvunar atburði þeim er
frá segir, að bærinn Geitaskarð stendur austanvert
Blöndu á flata nokkrum við rætur Langadalsfjallanna,