Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 103
Hlín
101
kulda kæruleysisins, og margfaldar kuldann í annara
hugum, jafnvel svo mjög, að það hefur orsakað æfi-
langa óvild.
En hafi köld aðbúð slæm áhrif á fullorðna, má nærri
geta hvernig börn þola hana, og það er áreiðanlegt, að
því betur, sem mönnum tekst að auðsýna börnum hlýj-
an hug, því betri menn verða þau. — Ekkert er voða-
legra en þegar foreldrarnir sjálfir kæla börnin með
kæringarleysi sínu, í stað þess að verða skjöldur þeirra
fyrir kuldanum. Þegar faðirinn getur ekki liðið að
heyra hlátraærsl barnsins nje grát þess, af því það geri
ónæði, þegar það raskar 10 stunda svefni hans á sólar-
hringnum, eða truflar athygli hans við skáldsagnalest-
ur, og þegar móðirin leikur sjer að barninu, meðan það
er óviti og lætur alt eftir því, en þegar það stækkar og
vitkast, sneypir hún það og atyrðir fyrir frekju og
vargaskap, sem er bein afleiðing af meðferð hennar á
því. — Engar mannverur eru aumkunarverðari en þau
börn, sem verða fyrir kulda og skilningsleysi foreldra
sinna, einmitt á þeim árum, sem skapgerð þeirra þyrfti
að njóta geisla kærleikans og hlýju samúðarinnar í
öllu, sem þeim ber að höndum.
Getur nokkur ímyndað sjer að sú kona, sem finnur
sínar bestu ánægjustundir í áfengis- og tóbaksnautnum,
hafi næma tilfinningu fyrir andlegum þörfum barns
síns, þó hún máske sjái þolanlega fyrir líkama þess. —
Nei, allar eiturnautnir sljófga og kæla göfugustu til-
finningar manna og þar sem samband barns og móður
er í ólagi, ríkir sá kuldi, sem engin líkamsþægindi geta
mildað.
Sem betur fer er það enn mikill minni hluti mæðra-
efna landsins, sem þannig bregst hinu háleitasta starfi
kvenna: Að vera móðir. — Og þær, sem hafa látið tæl-
andi raddir gjálífis og sjálfræðis fara þannig með sig,
®ttu að verða viðvörun öllum þeim, sem til þeirra