Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 148
146
Hlín
aði hugfangin á ræður og söng 1. desember. — Þá opnaðist ný
hugsjón í mínu andans ríki, hugsjón, sein jeg veit að rætist. Jeg
trúi á Guð og það góða í lífi manna. Þótt óveðursskýin sjeu dökk
núna yfir Evrópu, trúi jeg *tð rjettlætissólin sigri um siðir. —
Einnig trúi jeg, að við íslendingar hjerna megin hafsins mikla
eigum eftir að vakna til meðvitundar um dáðieysi vort viðvikjandi
»ástkæra ylhýra málinu, allri rödd fegri«, því ef íslenskar mæður,
sem eru giftar hjerlendum mönnum, geta kent börnum sínum ís-
lensku, því skyldi þá ekki mega gera hið sama, þegar báðir for-
eldrarnir eru af íslensku bergi brotin. — Það vanta bara vöku-
menn og vökukonur og ötulan »Korporal«. — Það þarf líka að
koma því inn í tilfinningalíf æskunnar, að þetta mál sje þess
virði að læra þáð. — Jeg hef nú dálitla reynslu fyrir mjer í
þessum efnum og gæti talað lengi við þig um þetta mál. Mjer
er það mjög kært, en þetta verður að duga núna. — Gaman væri
að sitja við snarkandi arineld og. tala við ykkur Margrjeti um
þessi efni nú á jólunum.
Úr jökulfjördum er skrifað: — Hjer hefur verið ágæt tíð í alt
sumar og grasspretta ágæt og nýting góð á heyjum og gott útlit
með garðávexti. — Við borðuðum fyrst kartöflur úr garðinum
hjerna 26. júlí. — Jeg setti niður 10.—14. maí, kartöflurnar, og
sáði til gulrófna rjett á eftir. I júlíbyrjun fórum við að borða
næpur, salat og grænkál og höfum borðað garðávexti á hverjum
degi síðan. — Jeg setti niður 300 pund af kartöflum og hef von
um að það iánist alt vel, engin kartöflusýki liefur gert vart við
sig hjer um pláss. — Við höfðum gott af því að Ragnar Ásgeirs-
son, ráðunautur, og Kristinn á Núpi komu hingað, mig minnnir
að það sjeu 3 ár síðan. Þeir hjeldu hjer fundi og hvöttu til auk-
innar garðræktar. Eftir það fóru flestallir að stækka garðana og
hlynna betur að þeim, og eru allir þeim þakklátir fyrir komuna.
Satt er það, að nafnið Jökulfirðir er kuldalegt, en oft er hlýtt
hjer hjá okkur, og ef þú kæmir hingað að Leirá, næsti bær við
mig og jökulinn, í góðu veðri um miðsumar, trúi jeg ekki öðru
en þjer litist vel á þar. — Leirufjörður, sem rennur í kvísltun um
rennsljettar, grænar eyrar til sjávar, jökullinn fyrir framan, en
grænar hlíðar beggja megin með klettabeltum að ofan. R. ].
Ljósmóðir á Vesturlandi skrifar: — Jeg er nýbúin að sauma
mjer kápu og reiðföt úr heimaunnu vaðmáli með sauðarlitum,
þráðurinn: 2 ljósmórauðir, 3 sauðsvartir. — ívafið sauðsvart. —
Það þykir mörgum laglegt, jeg óf það sjálf, en þráöurinn var
spunninn, og að mestu ívafið líka, eftir móður mína, sem þá var
85 ára gömul, en er nú 90 ára, og er hjá mjer, en getur nú ekki