Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 10
8
Hlín
Lengstaf hafa fundir verið hafðir í byrjun júlí hin
síðari ár.
Nú eru farartækin orðin betri og fljótfarið á milli
hjeraða. Látum ekki á sannast, að okkur sje það ofvax-
ið að ná saman af þessu svæði, þó það sje stórt, einu
sinni á ári.
A liðnum 25 árum hafa konur norðanlands æfst í að
halda skipulega fundi og tala um þau mál, sem fyrir
liggja, með stillingu og festu. Þær hafa víkkað sjón-
deildarhring sinn á ýmsan hátt, vanist samvinnu, lært
að meta þann kraft, sem í samtökunum liggur, kynst
hver annari, en með því eykst samúð og skilningur á
annara kjörum. — Fjelagsskapurinn hefur áreiðanlega
þroskað konurnar sjálfar. Þær láta þess líka oft getið,
að samstarfið í fjelögunum sje sínar mestu ánægju-
stundir.
Samband norðlenskra kvenna og fjelagsdeildir þess
hafa oft á liðnum árum lyft þungum byrðum, gert
stór átök, eftir ástæðum og efnahag, sem sýnt mun
verða af starfsskýrslu formanns yfir þessi 25 ár, en
mest hefur að sjálfsögðu verið starfað í því smáa, en
margt smátt gerir eitt stórt, sem kunnugt er. — En nú
væri vel, ef Sambandið gæti, á þessum tímamótum,
markað spor í sögu sína, ráðist í eitthvað það, sem yrði
allri heildinni að góðu gagni, enda mun í ráði að bera
fram hjer á fundinum tillögu í þá átt, sem vonandi
nær fram að ganga. Nfl. að S. N. K. ráði til sín um-
ferðakennara í verklegum fræðum, garðyrkju og mat-
reiðslu, er starfi á sambandssvæðinu vetur sem sumar.
— Betri gjöf getur Sambandið ekki gefið konunum,
sem heima sitja og stúlkunum, sem ekki komast í skól-
ana, en góðan ráðunaut í húsmóðurfræðum, sem þær
mega snúa sjer til og ráðfæra sig við í einu og öllu, og
sem tekur þátt í fjelagsskap þeirra og styður þær 1
starfi.
i