Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 145
143
Hlín
þeir eru fæstir þannig uppaldir, að þeir ljetti undir með kven-
fólkinu. — Það er niikil fásinna að venja ekki drengi við að gera
kvenmannsvinnu.
Af Vesturlandi er slcrifað:
Á flestum heimilum hjer í sveitinni er engin kvenmaður nema
húsmöðirin, því telpurnar fara flestar í kaupstaðina eftir ferm-
ingu, en piltarnir verða frekar eftir, það er eins og þeim gangi
ekki eins vel að koma sjer út nema meðan mesta atvinna stendur
yfir, svo þjónustubrögð og önnur heimilisverk hvíla á þessum fáu
kvenmönnum, sem á heimilunum eru. — En nú á seinni árum er
að verða nokkur breyting á þann veg, að karlmenn eru farnir að
gera meira af innanbæjarverkum. — Karlmenn kunna nú orðið
margir að mjólka kýr, en áður varð oft að fá kvenmann til mjalta
frá öðru heimili, ef sá eini kvenmaður, sem á heimilinu var, ein-
hverra hluta vegna, gat ekki mjólkað. — Sumstaðar hjálpa karl-
menn til við fataþvott og ræstingu og einstaka maður hefur
spunnið á rokk.
Or brjefi frá sunnlenskri sveitakonu:
Sannast að segja er það nú heldur orðið fágætt að ungar stúlk-
ur leggi verulega rækt við heimilisstörfin. öll þeirra þrá og öll
þeirra orka beinist að því að komast i búð, bakari — og skrif-
stofur auðvitað, sem er nú hámark vonanna. Svo standa heim-
ilin eftir auð og tóm af ungu fólki. — Þetta finnst mjer verulegt
alvörumál. — Er það nú orðið svo, að heimili og heimilislíf sje
orðið ungu fólki einskis virði? Jafnvel eins og hálfgerð lítilsvirð-
ing á því að vera heima og sturida heimilið á gamla, góða vísu,
— Jeg lít í kring um mig, bæði hjer í sveit og nærlendis. Ungar
stúlkur hópast að heiman. Þær læra að sauma í Reykjavík ein-
hvern part úr vetri, auðvitað hrafl og kák úr lærdómi. Setja síð-
an upp saumastofu, tvær og tvær í fjelagi í Reykjavík. Brjótast
í þessu af öllum vanefnum, andlegunt og efnalegum. Fá það sem
hægt er úr heintilinu, sem stendur eftir alveg í vandræðum. —
Aðrar komast fyrir kunningsskap einhverra vandamanna í búð
eða á skrifstofu, þar sem litlar kröfur eru gerðar, en kaupið
hrekkur alls ekki til, og þær verða að fá hjálp að heiman, til þess
að geta lifað. — En þær hafa fengið atvinnu í Reykjavík! Og þær
lá mikið jafnöldrum sínum, sem heima sitja í fásinninu og ekki
hugsa um að tryggja sjer atvinnu í borginni! — Þetta eru raun-
veruleg dæmi, — Altaf er verið að spyrja þær, sem heima eru :
sveitinni: »ÆtIarðu virkilega að vera heima«? Engin fjarstæða