Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 43
Hlín
41
grunar eða dreymir um. — Við sjáum þetta og reyn-
um, en hugsum lítið — og launum fátt, oft og einatt.
— Þótt við gætum umvafið hana mömmu okkar í all-
an þann kærleika, sem við eigum til, þá verðum við
samt ekki megnug að endurgjalda alt, sem við þiggj-
imi. — En það sorglega er, að við látum oft ógert það,
sem mundi gleðja hana, og það ekki síður í því smáa,
sem kallað er, en hinu stærra, og við gleymum oft að
sýna henni nærgætni.
Við getum líklega ekki gert okkur í hugarlund, hve
næm hún verður fyrir öllu, þegar við eldumst, og eins
og vöxum frá henni. Því það undarlega er, að þótt við
vitum vel, að hún er og verður altaf besti vinurinn,
sem við eigum, þá hættum við samt sem áður að fiýja
í þetta skjól. — Margt getur valdið þessu, en alt gerist
það hjá okkur sjálfum. — En hvenær datt okkur í hug,
þegar við vorum lítil börn, að fara til annara en henn-
ar með alt, sem gladdi og grætti? Og þegar okkur
varð eitthvað á, hvert fórum við þá nema til hennar?
Þegar hún var búin að fyrirgefa, þá vorum við líka
komin í sátt við Guð. Það er því bæði fagurlega sagt og
heilagur sannleikur þetta:
„Og bæri jeg heim mín brot og minn harm,
þú brostir af djúpum sefa.
Þú vógst upp björg á þinn veika arm,
þú vissir ei hik éða efa.
í alheim jeg þekti einn einasta barm,
sem alt kunni að fyrirgefa“.
Þetta er nú reynsla skáldsins, djúpvitra og víðförla,
að af öllum þeim mannssálum, sem hann hefur kynst
og kannað, er ein einasta, sem hann treystir til að
fyrirgefa alt.
Jeg man að einu sinni átti jeg tal við vinstúlku mína
um mann, sem við höfðum lesið um, að ætíð hefði haft