Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 82
80
Hlín
Guðspjall þessa dags bregður upp óvanalegri mynd
úr æfi Jesú. Venjulegast er það, að hann þjóni öðrum,
fremur en láta þjóna sjer, og miðli öðrum, fremur en
að taka við gjöfum af fátæklingunum, sem kringum
hann eru. — En nú bregður svo við, að kona ein brýtur
alabaksturs-buðk sinn og hellir yfir höfuð honum nar-
dus-smyrslum svo dýrum, að þau eru metin á við
venjuleg árslaun fullorðins manns. — Og hann, sem
hafði svo miklu að miðla öðrum, að hann í raun og
veru mætti hverjum manni með þessari spurningu-
„Hvað vilt þú, að jeg geri fyrir þig?“ — hann tekur nú
við dýrri gjöf af fátækri konu. Og gjöf þessarar einu
konu er honum sjáanlega kærari en öll fagnaðarlæti
mannfjöldans, sem hylti hann sem konung hins nýja
Gyðingaríkis við innreiðina í Jerúsalem. — Við því
ríki gat hann ekki tekið af hendi landa sinna fremur
en „öllum ríkjum veraldarinnar og dýrð þeirra“ af
hendi Satans. En við gjöf þessarar konu tekur hann
fegins hendi. Hvers vegna? Af því, að með þeirri gjöf
sjer hann votta fyrir komu þess ríkis, sem hann vildi
sjálfur stofna, og sem ekki er af þessum heimi.
Það er mikill fengur, að fá að vita það, hver þessi
kona var, sem smurði Frelsarann og bjó hann óafvit-
andi undir greftrunina. Við fáum að vita það hjá Jó-
hannesi, að hún var engin önnur en María, systir
þeirra Mörtu og Lasarusar í Betaníu. En á þeirra heim-
ili hafði Jesús notið fleiri ánægjustunda en á nokkru
öðru, að sínu eigin undanskildu. Og það er beinlínis
sagt, að Jesús hafi elskað þau systkini. María hafði
setið við fætur hans og drukkið í sig hvert orð af vör-
um hans. Hann hafði heimt bróður hennar úr helju.
Hún hafði því notið þess öðrum fremur, hve máttugur
Jesús var í orði og verki og kærleiksríkur. Þess vegna
hefir líka María sannfærst um það, fyr en flestir aðrir,
að Jesús var meira en venjulegur maður, — að hann