Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 134
132
Hlín
Landssýning á ísienskum heimilis-
iðnaði í Reykjavík 1940.
Á síðastliðnu vori auglýsti Samband íslenskra heim-
ilisiðnaðarfjelaga að í ráði væri að efna til Landssýn-
ingar í Reykjavík sumarið 1940, og mæltist til þess að
öll kvennasambönd landsins og heimilisiðnaðarfjelög
kysu mann í sýningarnefnd, er ákvæði, ásamt stjórn
Sambandsins, sýningartímann og fleira er undirbúning
sýningarinnar og tilhögun snerti. — Þegar þessar kosn-
ingar hafa farið fram, verður tilkynt í blöðum og Út-
varpi hvernig hafist verður handa um þessi mál. —
Almenningur er ekki orðinn óvanur sýningum, þær
hafa verið haldnar árlega til og frá um landið síðustu
15—20 árin, svo menn verða fljótari að átta sig. —
Kvenfjelögin, sem nú eru hátt á 2. hundrað í landinu,
hafa nær því öll heimilisiðnað á stefnuskrá sinni og
flest hafa þau á liðnum árum haft sýningar í smærri
stíl. Talsverð æfing er því fengin í þessu efni, og
smekkvísi manna hefur þroskast bæði um liti og lög-
un. — Skólarnir, námskeiðin og sýningarnar eiga mik-
inn þátt í þeirri framför.
Á síðastliðnum 10 árum hafa þau straumhvörf orðið
í íslenskum heimilisiðnaði, að skólaiðnaður er meir
áberandi í vinnubrögðunum en áður var, þar sem nær
öll handavinna var verk heimilanna án skóla. — Nú
útskrifast um 150 ungar stúlkur úr kvennaskólum
landsins árlega, þar sem þær hafa lagt mjög mikla
stund á ýmsa handavinnu. — Vegna þessarar breyting-
ar, og áhrifa hennar á hugi landsmanna, áleit jeg
rjettara að hafa einungis skólasýningu að þessu sinni
og gerði það að umtalsefni í „Hlín“ s. 1. ár. — Hús-
mæðraskólarnir hafa ekki, nje heldur Hjeraðsskólarnir,
haft almenna sýningu, síðan þeir voru stofnaðir fyrir
10—12 árum, nú ætti að vera. kominn tími til að sýna