Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 93
Hlín
91
heitstrenging um varanlegan frið milli þjóðanna beggja
megin við línuna.
Á sýningu Alríkisins breska í Glasgow, sumarið
1938, var eftirmynd af garðinum og vörðunni, þar var
og gerð grein fyrir friðarstarfinu í heiminum. — Var
það verk alt þakkað merkiskonunni Lady Aberdeen,
sem nú er látin.
Á heimssýningunni miklu í New York er, sem kunn-
ugt er, Alþjóðadeild sýningarinnar nefnd „Ríki friðar-
ins“ og hafa forráðamenn sýningarinnar og ameríska
þjóðin í heild þar með viljað sýna hug sinn til þess-
ara málara. - Þjóðabandalagið, sem stofnað var 1920 að
undirlagi Wilsons forseta, hefur unnið mikilvægt friðar-
og menningarstarf á ýmsa vegu, þó margir geri lítið
úr störfum þess, sökum þess að því hefur enn ekki tek-
ist að fá takmarkaðan herbúnaðinn í heiminum, en
tíminn er ekki langur á mælikvarða sögunnar, sem það
er búið að starfa. — Ferðamaður einn, sem lýsir sýning-
ardeild Þjóðabandalagsins á New York sýningunni
skrifar: „Jeg varð gripinn af virðuleik og hreinskilni
þessarar stofnunar“, segir hann. „Ósjálfrátt tók jeg of-
an hattinn, og var það í fyrsta sinn á göngu minni um
sýningardeildirnar. Þar sem allar þjóðirnar, hver um
sig, mæla sem hæst með sínu sem bestu og fullkomn-
ustu. — Hjer í salakynnum Þjóðabandalagsins er jafn-
oft skýrt frá því, sem er ógert og ekki hefur náðst
fullnægjandi lausn á, sem hinu sem áunnist hefur. —
Það er skýrt frá baráttunni við eiturneysluna, við kyn-
sjúkdóma, malariuveikina, hvítu þrælasöluna, frá bar-
áttu fyrir barnavernd, fyrir bættu mataræði, fyrir
hjálp við flóttamenn o. s. frv. — Sýningarskálinn er
sem kapella í lögun, fimmköntuð (merkir álfurnar 5),
og yfir þessari deild blakta fleiri fánar en yfir nokk-
urri annari byggingu sýningarinnar. — Það er oft vitn-
að í það“, segir ferðamaðurinn, “að Þjóðabandalagið