Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 79
Hlín
77
hagsbóta húsfreyjunni í hennar umfangsmikla starfi.
— Undir þetta heyrir: Kensla í matreiðslu og saumum,
hagnýting og kaup á allskonar vjelum til heimilisnotk-
unar, garðyrkja o. fl. —.Starf og stefna hjeraðssam-
bandanna þarf því að vera skýrt mörkuð í þessa átt,
ef samböndunum á að vaxa svo fiskur um hrygg, að
vjer konurnar getum unnið oss þann sess, er vera ber
í þjóðfjelgainu, að verða taldar þess umkomnar að
hafa vit og kunnáttu til að taka fullkominn þátt í
stjórn þeirra mála, er einkum snerta sjerverksvið hús-
freyjunnar. Því að enn á hún áreiðanlega við gamla
þjóðsagan um karlinn og kerlinguna, sem skiftust
þannig á verkum, að karlinn átti að búverka, en kerl-
ingin að vinna útiverkin. Fór svo alt í handaskolum,
einkum hjá karli. — Þeir munu fáir, húsbændurnir, er
kunna full skil á störfum húsfreyjunnar, eins og líka
fáar húsfreyjur eru þess umkomnar að taka að sjer öll
störf húsbóndans.
Sambönd kvenfjelaganna þurfum vjer því að skipu-
leggja sem best, svo að K. í. geti á næstu árum orðið
húsfreyjum þessa lands það, sem Búnaðarfjelag ís-
lands er bændum. Vjer þurfum að temja oss fjelags-
legan þroska og samvinnuþrótt.
En þá eru sjálf rjettindamál vor kvennanna. —
Margar konur eru þess fullvissar, að í voru íslenska
þjóðfjelagi sje alt í lagi. Og jafnrjetti höfum vjer í
orði kveðnu. En sje betur að gætt, mun ýmislegt þurfa
að laga í sjálfri löggjöfinni, auk þess sem gamall vani
sljófgar bæði menn og konur svo, að misrjetti í ýms-
um greinum á sjer stað að þarflausu. — Jeg vil aðeins
leggja fyrir yður fáeinar spurningar: Hve margar kon-
ur eru taldar færar um að gegna ábyrgðarstöðum þjóð-
íjelagsins? Átti ekki fyrir nokkrum árum að bægja
konu frá einni af mestu ábyrgðarstöðum hins íslenska
Þjóðfjelags eingöngu af því að hún var kona? — Eng-