Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 97
HÍín
95
»Starfa meö bæn og biðlund,
Blessast þá alt þitt ráð,
Víst mun þeim vel er biður
Veitast alt af náð«.
Heimilin öll, undantekningarlaust, þurfa aö hjálpa
þessu máli áfram. Ef vel á að ganga, þurfa börnin að
njóta tilsagnar alla daga vikunnar. Það er ekki nóg að
þeim sje sagt til bara á sunnudögum. Foreldrarnir
þurfa að koma börnum sínum í skilning um það, að
sálin þarf fæðu engu síður en líkaminn, og þau geta
með breytni sinni og heilbrigðu heimilislífi gert óend-
anlega mikið til þess að starf sunnudagaskólanna beri
mikinn ávöxt.
Það er ánægjulegt og gott að Bandalag lúterskra
kvenna hefir frá upphafi haldið þessU starfi á lofti og
stutt að því að börn* sem ekki eiga kost á að sækja
sunnudagaskóla, fái sem flest tækifæri til þess. Við
skulum allar hjálpa íjelagi voru, og ekkert láta ógert
til þess að öll börn í okkar bygðum fari í sunnudaga-
skóla. Ef vel og dyggilega er unnið, þurfum við ekki að
kvíða framtíðinni, uppskeran hlýtur að verða góð, jarð-
vegurinn er góður, og frækornið gott.
I insta eðli sínu eru börn mjög trúhneigð, þau sýnast
hafa unun af því að syngja sálma og biðjast fyrir sam-
eiginlega. Jeg hefi oft tekið eftir því, að það kemur
hátíðasvipur á þau í skólanum og trúnaðartraust skín
út úr svip þeirra. — Blómin og börnin teygja andlitin
móti sól og sumri, smá og stór. — Er það ekki dýrðlegt
að við mæðurnar skulum mega standa við hliðina á
þeim og styðja þau á meðan þau þurfa þess með, meg-
um kenna þeim fyrstu bænirnar sínar, hjálpa þeim til
þess að sjá Guðs dýrð í öllu fögru, svo sem fögru sól-
setri, fallegum blómum, fögrum fuglasöng, fallegu
kornbindi og ótal mörgu fleiru.
I þjóðsögunum íslensku er oft sagt frá því, að þegar