Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 120
118
Hlín
hve mikið hann slitnar og velkist í þessum hrakn-
ingum.
Nú hef jeg fengið þurkhjall, stóran og hentugan, og
á nú trygga höfn fyrir þvottinn minn á hvaða tíma árs
sem er og í hvaða veðri sem er. — Nú er þetta ágæta
hús, hjallurinn, reiðubúið, ekki einungis til að þurka
þvott í, heldur til svo margs annars, svo sem viðra og
hreinsa rúmfatnað og allan annan fatnað, sem ekki
krefst þvottar, heldur góðrar lyktar og lifandi lofts, t.
d. utanyfirföt, dúkar, gluggatjöld, mottur o. fl. Þar
slitnar það ekki nje upplitast af sól eins og úti. — Eins
er gott að þurka ull, sem nota skal til heimilisins í
hjalli.
Flestar ykkar ,konur, vitið hvað átt er við með þurk-
hjalli og hvernig hann lítur út, svo jeg þarf ekki að
lýsa hjer útliti hans eða byggingarlagi, það er mjög
einfalt og mörgum kunnugt. — Góðu konur um alt
land, reynið að koma ykkur upp hjalli eftir getu og
þörfum heimila ykkar. Svo vil jeg gefa ykkur það ráð:
Gangið hreinlega um hann og forðist að láta inn í
hann óþarfadót eða drasl, sem ekki á þar heima. — í
öðru lagi: Gerið ykkur að reglu að klemma alt, sem
þið látið í hann, því oft getur hvest skyndilega og eitt-
hvað fokið niður og óhreinkast. — Nauðsynlegt er að
hafa gólfið malborið og nota helst nokkuð grófa möl.
Þið vitið allar hvert t£kn menningar og hreinlætis
það er að hafa fallegan þvott, og hve áríðandi það er
að gæta vandvirkni og smekkvísis um alla meðferð
hans. Það er ekki aðeins fyrir augað, sem krefst svo
mikils, heldur einnig fyrir heilbrigði heimil-
isisfólksins. — í öllum herbergjum heimilisins sjást
einhver merki hans: Gluggatjöid, dúkar, rúmfatnaður,
handklæði og þurkur allskonar og svo fötin, sem við
sjálfar, börnin okkar og annað heimilisfólk gengur
daglega í.