Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 111
Hlin
109
Um blóðmörstilbúning þarf ekki að fjölyrða, hann er
að mestu leyti eins og lengi hefur tíðkast nema, að nú
er blóðið blandað með vatni að Vs til V2, en örlítið
eða ekkert fyr á tímum, svo af því og fleiru var súra
slátrið mjög lítið, en í þess stað látið í skyrið: Bringu-
kollar, fiskroð og bein, harðsoðin, stropuð egg og fleira.
Orðtakið segir: „Alt er gott upp úr súru!“
Um smjörmeðferð er lítið að segja annað en að súra
smjörið var ágætur matur. Og þar sem jeg þekti til var
smjörið ekki alment drýgt með öðru en tólg eða floti,
þar til farið var að sjóða í vatni nýjan mör, salta hann
og kreista burt himnur, látinn svo í strokkinn með
rjómanum eða hnoðaður saman við smjörið og brevtti
þetta varla smjörbragði, minna en ef flot eða tólg var
haft með, og geymdist ágætlega til vetrarins. — Jeg sá
hvalsmjör í æsku minni, og heyrði að notað var 1
smjörið, en á æskuheimili mínu notað sem lýsi á lamp-
ann eða koluna.
I æsku minni var almennur viðbjóður á því að nota
hrossaket til manneldis, og þektist varla nema sem
skepnufóður, tel jeg framför að nú etur alt yngra fólk
hrossakjöt.
Þegar jeg fer að hugleiða og rifja upp það sem jeg
man og mjer var sagt um vinaboð og brúðkaupsveislur,
finn jeg, að mjer er varla nægilega ljóst hvernig þær
fóru fram í tíð áfa og ömmu. — En búið er að rita
heilmikið um það efni á ýmsum tímum. — Þó ekki
mikið um sjálfa veislugleðina, heldur um matinn, þó
varla tæmt það efni heldur. — Það besta, sem jeg hef
lesið um það efni er það, sem Jón Thoroddsen lýsir í
„Pilti og stúlku“, enda fer hún fram á fyrri hluta 19.
aldar, sem er í tíð afa míns og ömmu, meðan hjeldust
enn svokallaðar matveislur: Þykkur grautur og kjöt,
og hjer í sveit laufabrauð, mótaðar kökur og skonroks-
hökur (skipsbrauð), sem klofnaði í hólf, og var þá líkt