Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 139
Hlín
137
menn sjer nú vonir um að geta alið upp myndarleg
furu- og grenitrje, barrfelli, og ef til vill fleiri erlend-
ar trjátegundir. Ef slík skógrækt verður almenn og
tekst vel, þá kemur einhverntíma að því, að íslensku
skógarnir fara að gefa verulegan arð. — Þá kemur
skógræktaráhuginn af sjálfu sjer. — Ennþá eru þeir
altof margir, sem hafa ótrú á þessu máli, eða álíta það
ekki þess vert að því sje gaumur gefinn. — Þolinmæð-
in er víst eiginlega ekki þjóðareinkenni íslendinga. —
Við viljum sjá fljótan árangur af því, sem við gerum.
— En að því er skógræktina snertir þurfum við ein-
mitt á þolinmæði að halda. — Við verðum að sætta
okkur við þá tilhugsun, að við getum ekki gert annað
en að reyna, eftir bestu getu, að leggja einhvem grund-
völl, sem seinni kynslóðir geta svo bygt ofan á, ef
hann reynist traustur. — Landið okkar er svo bert. —
Það er eins og þessi berangur sje kominn svo inn í
meðvitund þjóðarinnar, að henni finnist að svona þurfi
það og hljóti það að vera, meðan heimurinn stendur.
— En þó eru nokkrir svo djarfhuga að segja: Takmark-
ið er: ísland skógi vaxið milli fjalls og fjöru. — Það
er stórt takmark og fjarlægt. — Við sem nú lifum meg-
um vera ánægð, ef við sjáum stigin örfá spor í áttina.
— Til þess að það geti orðið, þurfum við að eignast
hagsýna (praktiska) hugsjónamenn.
Jeg var að skrifa vinum mínum í Ameríku nýlega,
mintist á þessi mál við þá og varpaði því fram, að þeir
þarna vestra gætu eflaust lagt okkur til einhverja góða
menn. — Nú er hvort sem er svo mikið talað um sam-
starf íslendinga austan og vestan hafs.
M.