Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 153
Hlín
151
og spólað er. Vjelarnar óhreinkast mikið minna og lóin skefst
ekki af bandinu. — Vaxið, sem notað er, verðttr að vera parafin-
vax, annað vax er ekki nothæft. Prjónakona.
Stjúpublóm. — Þeir sem vilja eignast falleg, snemmblómstruð
stjúpublóm, þurfa að sá þeim sumarið áður (jeg geri það altaf
kringum 8. júlí), sái þeim í lítinn reit í garðinum, gæti þess að
arfi ónáði ekki plönturnar, en skifti mjer að öðru leyti ekki af
þeini til næsta vors, þá planta jeg þeim út í það beð, sem þær
eiga að vaxa í yfir sumarið. Þær blómstra mjög snemma og halda
áfram alt sumarið. Jón.
Starfsemi Sambands vestfirska kvenna er aðallega í því fólgin,
að styrkja kvenfjelög í Sambandinu til garðræktar, prjóna-, vefn-
aðar- og saumanámskeiðshalda, og' er styrkur þessi 150 krónur
á mánaðar námsskeið, en kr. 75.00 á !/2 nián. — Aimenn ánægja
hefur verið yfir árangri af námsskeiðum þessum. — Nú í vetur
hafa saumanámsskeið verið haldin á Þingeyri, Flateyri, Bolungar-
vík, Hnífsdal og ísafirði. — Qarðrækt hefur aukist mjög mikið
hjer á Vestfjörðum undanfarín ár og er það vel farið.
Estíva Björnsdóttir, formaður.
Af Selströnd i Strandasýstu er skrifað: — Jeg hef ekkert mark-
vert að segja þér til að birta í Hlín, til þess er alt of einfalt og
tiIþrifalaust hjá okkur hjer.
Jeg ætla samt að gamni mínu að segja þjer frá skemtun, sem
Kvenfjelagið hjelt hjer að Drangsnesi í júlímánuði 1938. Skemt-
unin var eingöngu fyrir eldra fólkið í þessari sveit. Það var i
fyrsta sinn sem gamla fólkinu í Kaldrananeshreppi var boðið á
skemtisamkomu, sem því var helgað að öllu leyti. Það var líka
mjög ánægt og þakklátt, enda hittist svo vel á, að veðrið var
yndislegt þennan dag og var því fjölment, boðsgestir um 80. —
Sá elsti var Jón Jónsson Strandfell, 88 ára. Hann er blindur, en
heyrir vel og fylgist nokkuð með því sent gerist. — Það sem haft
var til skemtunar var söngur, upplestur og kveðskapur. Tveir
ungir bræður frá Bassastöðum, kváðu ýmist tvísöng eða báðir
saman, og þótti það ágæt skemtun. — Á meðan var drukkið
súkkulaði og kaffi. — Svo var staðið upp frá borðum og rabbað
og skemt sjer með söng og ýmsu. — Þegar leið á daginn, var
aftur sest að borðum og borið fram mjólk, te og kaffi eftir því
seni hver vildi með smurðu brauði.
Að endingu voru þakkarávörp flutt frá ýmsum af gestunum
°R síðast sungið áður en hópurinn skildi og hver fór heim á leið
l|ni kl. 10 að kvöldi. Sumir gistu hjer, M. A.