Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 126
124
Hlín
ursins sveif yfir á hinum hljóðlátu, breiðu vængjum
sínum. — Enginn getur mælt nje vegið kraft þess
læknandi friðar og mildi, sem býr undir þeim vængj-
um. — Kannske hjálpar hann litlu stúlkunni minni
með lækningu og líf handa lóunni dauðvona, sem hún
bar heim við vanga sinn.
Nýr dagur er runninn með sínum vonum og - von-.
brigðum. — Jeg var á einhverju rangli utan húss, liðið
var að dagmálum. — Hildur litla kom hlaupandi á móti
mjer. Hvílík gleði, sigurvissa og hamingja skein nú úr
svip hennar, en sá munur eða í gærkvöldi, þegar hún
var uppmáluð hrygð og kvíði. — Hún gleymdi að bjóða
mjer góðan daginn, sem sjaldan henti hana. — Hvað
hafði nú skeð? Hún hlaut að hafa unnið einhver stóran
sigur, eitthvert verulegt happ hafði að höndum hennar
borið. — Hvað gat hafa skeð? — Nú kom hún alveg tii
mín, þreif í handlegginn á mjer og hrópaði: „Ó, pabbi,
komdu með mjer“. - Og nú rann nýtt ljós upp fyrir mjer
— lóan frá kvöldinu áður. — Hildur þeyttist með mig'
ofan á tún og eftir örfá andartök stóðum við hjá háar-
bólstri, hún stakk hendinni inn í bólsturinn, nokkru
fyrir neðan miðju og kom út með litlu ióuna, sem jeg
taldi dauðans mat kvöldið áður. — Nú stóð hún á lófa
hennar alfær og hress að sjá, og þegar jeg ætlaði að
snerta hana, flaug hún syngjandi burt. — „Sjáðu nú,
pabbi minn, hvort mjer tókst ekki að lækna hana, jeg
vissi að hún mundi lifna við“. — „Hvernig fórstu að
þessu“, spurði jeg. — „O, það var ekki vandi, jeg vakti
yfir henni dálítið fram eftir nóttunni og strauk hana á
milli þess sem jeg hafði hana þarna inn í bólstrinum,
þú veist að það er dálítil velgja í honum, og þarna hef-
ur hún svo lúrt þangað til núna“, svo lækkaði hún
róminn og sagði: „Þegar jeg las bænirnar mínar í nótt
bað jeg Guð að hjálpa mjer til að lækna lóuna og það
hefur hann gert“, og örugg vissa lýsti sjer í svip henn-