Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 39
Hlín
37
geta jafnan verið veitandi fremur en þiggjandi. —
Þetta samfara góðu veganesti frá ágætum foreldrum
og sambúðin við góðan eiginmann gerði Ingunni sálugu
að þeirri ágætismanneskju, sem hún var, og sem þeir
hafa mest frá að segja, sem þektu hana best.
Þau Sigurður hreppsitjóri Magnússon og Ingunn byrj-
uðu búskap á áratugnum 1880—90, sem er einn mesti
harðindakaflinn á öldinni sem leið. — Sigurður var þá
nýkominn frá hinum ágæta og áhugamikla búnaðar-
frömuði Torfa í Ólafsdal. Var því fullur fagurra vona
og áhuga á öllum búskaparframkvæmdum. En jafn-
framt þurfti þó þess að gæta að stilla öllu vel í hóf.
Var þá ekki hlaupið til að fá lán, enda sá hugsunar-
háttur fast ríkjandi, að ráðast ekki í meira en greiðslu-
geta náði til. Átti Ingunn góðan hlut þar að, að vel var
stýrt yfir fyrstu og erfiðustu búskaparárin, þrátt fyrir
ilt árferði. — En jafnan var unnið að því að bæta ábýl-
ið, einkum og sjerstaklega túnið. — Hin sýnilegu tákn
framkvæmdanna á heimilunum eru oftar tengd við
nafn bóndans en húsfreyjunnar, og vita þó allir, sem til
þekkja, að oft eiga konurnar þar góðan hlut í með
sínu kyrláta starfi og uppörvun. Um Ingunni mátti það
segja, að hún var manni sínum samhent og vann með
áhuga að öllu því, er verða mátti heimilinu til gagns
og sóma. Umbótahugur hennar var sívakandi fram á
seinustu ár, og það eftir að hún var búin að missa sjón,
og að mestu búin að gefa alt frá sjer.
Sigurður maður hennar var vel metinn í sveit sinni,
og fór með flest þau trúnaðarstörf, sem bændum eru
falin, þurfti hann því margra erinda að reka, enda sást
lítt fyrir um greiðvikni alla og hjálpsemi við þá, er til
hans leituðu um úrlausn sinna mála. Var honum þar
mikill styrkur að hollum ráðum og staðfastri lund konu
sinnar.
Ingunn sáluga var dul í skapi og sást lítt á þó