Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 86
/
84 HÍÍn
Aðalsmaðurinn, er hjet Zinsendorf, gaf Jesú alger-
lega hjarta sitt frá þeirri stundu. — Með öðru móti
varð það ekki endurgoldið, sem Jesús hafði gert fyrir
hann. — Zinsendorf varð brautryðjandi kristniboðs
meðal heiðinna þjóða og frjálsrar kristilegrar starf-
semi víða um heim.
Árið 1922 lá trúaður, rússneskur sjómaður fvrir
dauðanum í Eistlandi. — Eina nóttina, er hann hafði
mestar þjáningarnar, birtist Jesús honum í sýn og
sagði: „Komið til mín allir!“ — Sjómaðurinn sagði
þetta ungum vini sínum, læknisfræðinema frá Finn-
landi. — „Þú ert ungur“, sagði hann, „en jeg flyt hjeð-
an bráðum. — Seg þú nú eins mörgum og þú getur frá
því, sem fyrir mig hefur borið, því að Frelsarinn var
svo dýrðlegur, í mínum augum, að jeg vildi óska, að
allir hefðu sjeð hann eins“. — Nú er þessi finski mað-
ur, sem er greifasonur, nýfarinn til Kína sem lækninga
trúboði ásamt konu sinni, sem líka er læknir, — og
sem einnig elskar Jesúm meira en sitt eigið líf. Þau
starfa nú á þeim stöðvum í Kína, sem við hjónin höf-
um lengst af starfað á, og á vegum sama fjelags.
María gerði það fyrir Jesúm, sem í hennar valdi
stóð. Kærleikanum nægir ekki neitt minna. — Sama
gildif um lærisveinana og alla hina trúuðu menn
frumsafnaðarns. — Þeir fyltu Jerúsalem með vitnis-
burði sínum um friðþægingardauða Jesú og upprisu,
af því að það fylti hugi þeirra. — Þeir gerðu það, sem
í þeirra valdi stóð. — Þeim var hótað hörðu vegna
vitnisburðar síns, en þeir gátu ekki þagað. — Þeir
voru ofsóttir á alla lund, svo að þeir hjeldust þar ekki
við. — Þeir voru flæmdir út úr borginni. „En þeir, sem
tvístraðir voru, fóru víðs vegar og boðuðu orð fagnað-
arerindisins“. — Það voru fleiri en „prestarnir“, eða
forstöðumenn safnaðanna, sem prjedikuðu í þá daga. —
Þannig er það enn, þar sem trúarlífið er með eðlilegum