Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 63
tílín
61
við margvíslegar freistingar er steðja að frá siðspilt-
um heimi og guðvana mönnum. — Það er verið að
reyna á trúarþrek hans og vita, hversu vel honum
duga vopnin, sem hún móðir hans vildi hertýgja hann
með, þá hann fór að heiman og. gekk út í stríðið,
nefnilega vopn bænar og guðstrúar með hverjum
margur fer sigri hrósandi af hólmi lífsins.
Jeg var kunnug á einu af þessum gömlu, góðu kristi-
legu heimilum lands vors. — Þar varð eitt sinn nokk-
ur breyting á. Einn sonur hjónanna var farinn að
heiman. — Gesti ber þar nokkru síðar að garði, þeim
er að sönnu tekið með sömu nærgætni og áður, en
þeim fær ekki dulist að hjer er einhvers saknað, sem
nú er á braut. — Glaðværðin er orðin minni, en mest-
an dapurleika er að sjá á brá húsfreyjunnar. Hjer hef-
ur eitthvert viðkvæmt atvik snortið huga hennar,
samt er hún viðræðisgóð og víða heima sem jafnan
áður. — Samt er dálítil ókyrð yfir henni, hún rís upp
úr sæti sínu og berst við viðkvæmar tilfinningar sínar.
— Til hennar mátti heimfæra orð skáldsins: „Augum
hvarflar að glugganum þrátt“. — Svo sest hún róleg í
sæt sitt aftur og segir í stiltum og móðurlegum róm:
„Þá er nú blessaður drengurinn minn farinn hjeðan,
hann var beðinn að fara í þessa Kaupmannahafnarferð,
og við foreldrar hans vildum ekki aftaka það, enda
þótt mjer væri kærast að hann 'væri heima. — Já,
mjer verður oft á að líta í áttina til Eyjar, þar ungur
hvarf hann frá, þangað er jeg fylgdi honum síðast. —
Jeg er ætíð hrædd um blessaða unglingana, er fara út
í þennan óspilta heim, hann bregður svo mörgum hæl-
krók að fallinn liggur“. — Þessari móður hefur eflaust
oft komið þessi spurning í hug, hvort drengurinn henn-
ar, sem nú var orðinn stór, en eitt sinn var lítið kjöltu-
barn hennar, myndi nú nokkurt erindi eða vers af öllu
því, sem hún kendi honum, þegar hann var barn. —