Studia Islandica - 01.06.1976, Síða 10

Studia Islandica - 01.06.1976, Síða 10
8 minna í upphafi vegna þess hve mikið rúm félagslega athugunin skipar í ritgerðinni. Bókmenntaleg athugun á sömu hókum legði áherslu á aðrar hliðar sagnanna, og hugsanlega yrðu aðrar bækur fremstar í röð þar en verða í þessari. Ritgerðin nær eingöngu yfir bækur eftir íslenska höfunda. Að visu koma út mun fleiri þýddar barnabækur en frumsamdar á islensku, og full ástæða er til að athuga þær gaumgæfilega. En af ýmsum or- sökum hlýtur athyglin fyrst að beinast að innlendri framleiðslu. Börn taka að líkindum meira mark á sögum sem gerast í heimalöndum l>eirra, því að í útlöndum getur þeim virst margt vera öðruvísi og undarlegt. Oft var líka ætlunin að bera þjóðfélagsmynd barnabókanna saman við islenskt nútimaþjóðfélag, og þá var erlendum bókum of- aukið. Skylt er að geta hér um eina bók, sem var mér stoð og stytta meðan ég vann að rannsókninni. Það er licentiatsritgerð norska bók- menntafræðingsins Kari Skjonsberg, Kjonnsroller, milja og sosial lagdel- ing i barnelitteraturen, sem kom út 1972. Þetta rit er þó um margt ólikt verki Kari Skjonsberg. Kari leggur megináherslu á hlutverk kynj- anna í barnabókum, enda er það hennar ritgerðarefni. Kynhlutverk eru að mestu afgreidd í einum kafla hér, 9. kafla, en þó er getið um mun á stúlkna- og drengjabókum, þegar hann er eftirtektarverður. Varðandi frágang á ritgerðinni þarf að taka fram fáein atriði. Alls eru 159 bækur teknar til athugunar, og ekki þótti viðlit að nefna þær með nafni í hvert skipti sem þær komu fyrir, að minnsta kosti ekki í upptalningum. Bækumar voru þvi tölusettar og tölurnar standa i stað titils, einkum i upptalningum, eða með titli til nánari skýringar. Töl- urnar em handhægar og hafa auk þess þann kost, að á þeim er strax hægt að sjá hvort um er að ræða stúlknabók eða drengjabók, eins og nánar er sagt frá i inngangi. Aftan við ritgerðina er skrá yfir bæk- urnar í réttri töluröð. 1 beinum tilvitnunum í bækurnar er notuð sú útgáfa af þeim sem út kom á tímabilinu. Til þeirra bóka, sem komu tvisvar út (nánar í inn- gangi), var aldrei vitnað, þannig að ekki kom til álita hvora útgáfuna skyldi nota. Leiðréttar eru augljósar prentvillur í tilvitnunum, annars er stafsetning látin halda sér, meðal annars stafurinn z. Z er hins vegar breytt í s samkvæmt núgildandi stafsetningarreglum í bókar- titlum í meginmáli. Loks langar mig að þakka prófessor Sveini Skorra Höskuldssyni þolinmæði hans, góð ráð og leiðbeiningar, og Ölafi Halldórssyni, handritafræðingi, og Bjarna Guðnasyni, prófessor, fyrir nytsamlegar ábendingar. Reykjavík, 10. júlí, 1975 Silja ASalsteinsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.